Fjármagna enn hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2024 09:00 Tveimur og hálfu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu flæða enn tugir milljarða evra í ríkissjóð Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kaupa á rússneskri orku. Einkum gasi. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr slíkum kaupum eru þau enn í dag umtalsverð. Þá er rússneskt gas í ófáum tilfellum flutt til ríkja sambandsins í gegnum önnur ríki sem þarlend framleiðsla. Fram kom til að mynda í frétt þýzka ríkissjónvarpsins DW 29. apríl að samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu hefðu 15% innflutts gass til ríkja þess á síðasta ári verið rússneskt. Vissulega mun minna en 2021 þegar hlutfallið var yfir 40% en eftir sem áður eins og fyrr segir umtalsvert. Þannig flæðir enn gas til ríkja sambandsins um gasleiðslur frá Rússlandi en einnig hefur innflutningur á fljótandi gasi þaðan aukizt. Hins vegar segja opinberar tölur ekki alla söguna. Töluvert af bæði innfluttu gasi og olíu til Evrópusambandsins kemur þannig upphaflega frá Rússlandi en fer í gegnum önnur ríki og skráð sem þarlend framleiðsla, til dæmis Indland, Tyrkland og Aserbaísjan, eða ríkin selja eigin orku til sambandsins og kaupa rússneska í staðinn. Þá hefur tekjutap rússneskra stjórnvalda orðið mun minna en ella vegna hærra orkuverðs. Meira til Rússa en Úkraínumanna Frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hafa ríki Evrópusambandsins greitt um 200 milljarða evra (um 30.600 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt frétt fréttavefsins Euractiv 14. ágúst. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra samkvæmt gögnum á vefsíðu þess. Talið er að á þessu ári muni ríkin kaupa rússneska orku fyrir um 30 milljarða evra. Fram kemur í frétt Euractiv að samanlagður stuðningur Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og ríkja þess við Úkraínu hafi numið 185 milljörðum evra frá innrásinni í landið eða lægri upphæð en greiðslur ríkja sambandsins fyrir rússneska orku á sama tíma. Þá segir í fréttinni að þó dregið hafi verulega úr innflutningi á rússneskri orku til ríkjanna séu þau eftir sem áður stærsti viðskiptavinur Rússlands í þeim efnum. Talsverður hluti ríkja Evrópusambandsins er enn afar háður innfluttu gasi frá Rússlandi. Þar á meðal Austurríki, Ungverjaland, Búlgaría, Ítalía og Frakkland. Rétt er annars að árétta það að tölurnar hér að framan taka einungis tillit til kaupa ríkja sambandsins á orku frá Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu en ekki þeirra mörg hundruð milljarða evra sem ríkin greiddu fyrir rússneska orku árum saman fyrir hana. Refsiaðgerðir ESB ná ekki til gass Frá upphafi þessa mánaðar hefur ríkjum Evrópusambandsins verið heimilt í samræmi við nýja löggjöf þess um viðskipti með gas sem samþykkt var fyrr á þessu ári að stöðva einhliða innflutning á fljótandi gasi frá Rússlandi. Fram kemur í frétt Euractiv að ekkert þeirra hafi þó enn nýtt sér það þrátt fyrir að stjórnvöld í Litháen hafi til að mynda kallað eftir því í júlí að tafarlaust yrði skrúfað fyrir allan slíkan innflutning. Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi ítrekað gripið til ýmissra refsiaðgerða gegn Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og þó kallað hafi verið eftir því hafa þær ekki ennþá náð til innflutnings á rússnesku gasi. Einungis á olíu og kolum. Enn er þó engu að síður flutt inn talsvert magn af rússneskri olíu í gegnum olíuhreinsistöðvar víða um heim og þá skilgreind sem framleiðsla þess ríkis þar sem stöðvarnar eru staðsettar. Kaup ríkja Evrópusambandsins á rússnesku gasi í kjölfar innrásarinnar hafa einkum verið réttlætt af þeim með því að um bindandi samninga til margra ára sé að ræða. Eins hvers vegna ekki hafi verið samþykkt á vettvangi sambandsins að refsiaðgerðir þess nái til rússnesks gass. Hins vegar er einnig um að ræða afar hagstæða samninga fyrir ríkin sem miklu fremur er talin ástæðan fyrir aðgerðaleysi þeirra. Velmegun reist á rússneskri orku Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, viðurkenndi á Twitter-síðu sinni 30. maí 2022 að ríki þess hefðu að miklu leyti fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússa með kaupum á rússneskri orku. Með áformuðum aðgerðum sambandsins til þess að draga úr því hversu háð það væri rússneskri olíu hefði þannig verið „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess.“ Hið sama gerði til að mynda Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í ræðu sem hann flutti á þingi þess 9. marz sama ár. Þrátt fyrir varnaðarorð hefði ekki verið dregið úr kaupunum í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því.“ Fram kom í annarri ræðu Borrells 1. marz 2022 að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr kaupum á orku frá Rússlandi í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara henni. Þá sagði hann í ræðu 10. október sama ár að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri rússneskri orku og ódýrum kínverskum vörum. Stefna ESB beðið algert skipbrot „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin einnig en ljóst er að ríki þess hafa vegna áratuga vanrækslu hvorki burði til þess að verja sjálf sig né önnur ríki. Finnsk og sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau hafi sótt um inngöngu í NATO þar sem ekki væri hægt að treysta á sambandið í varnarmálum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins og þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tveimur og hálfu ári eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu flæða enn tugir milljarða evra í ríkissjóð Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins vegna kaupa á rússneskri orku. Einkum gasi. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr slíkum kaupum eru þau enn í dag umtalsverð. Þá er rússneskt gas í ófáum tilfellum flutt til ríkja sambandsins í gegnum önnur ríki sem þarlend framleiðsla. Fram kom til að mynda í frétt þýzka ríkissjónvarpsins DW 29. apríl að samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu hefðu 15% innflutts gass til ríkja þess á síðasta ári verið rússneskt. Vissulega mun minna en 2021 þegar hlutfallið var yfir 40% en eftir sem áður eins og fyrr segir umtalsvert. Þannig flæðir enn gas til ríkja sambandsins um gasleiðslur frá Rússlandi en einnig hefur innflutningur á fljótandi gasi þaðan aukizt. Hins vegar segja opinberar tölur ekki alla söguna. Töluvert af bæði innfluttu gasi og olíu til Evrópusambandsins kemur þannig upphaflega frá Rússlandi en fer í gegnum önnur ríki og skráð sem þarlend framleiðsla, til dæmis Indland, Tyrkland og Aserbaísjan, eða ríkin selja eigin orku til sambandsins og kaupa rússneska í staðinn. Þá hefur tekjutap rússneskra stjórnvalda orðið mun minna en ella vegna hærra orkuverðs. Meira til Rússa en Úkraínumanna Frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hafa ríki Evrópusambandsins greitt um 200 milljarða evra (um 30.600 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt frétt fréttavefsins Euractiv 14. ágúst. Á sama tíma hefur sambandið og ríki þess stutt Úkraínu um 88 milljarða evra samkvæmt gögnum á vefsíðu þess. Talið er að á þessu ári muni ríkin kaupa rússneska orku fyrir um 30 milljarða evra. Fram kemur í frétt Euractiv að samanlagður stuðningur Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og ríkja þess við Úkraínu hafi numið 185 milljörðum evra frá innrásinni í landið eða lægri upphæð en greiðslur ríkja sambandsins fyrir rússneska orku á sama tíma. Þá segir í fréttinni að þó dregið hafi verulega úr innflutningi á rússneskri orku til ríkjanna séu þau eftir sem áður stærsti viðskiptavinur Rússlands í þeim efnum. Talsverður hluti ríkja Evrópusambandsins er enn afar háður innfluttu gasi frá Rússlandi. Þar á meðal Austurríki, Ungverjaland, Búlgaría, Ítalía og Frakkland. Rétt er annars að árétta það að tölurnar hér að framan taka einungis tillit til kaupa ríkja sambandsins á orku frá Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu en ekki þeirra mörg hundruð milljarða evra sem ríkin greiddu fyrir rússneska orku árum saman fyrir hana. Refsiaðgerðir ESB ná ekki til gass Frá upphafi þessa mánaðar hefur ríkjum Evrópusambandsins verið heimilt í samræmi við nýja löggjöf þess um viðskipti með gas sem samþykkt var fyrr á þessu ári að stöðva einhliða innflutning á fljótandi gasi frá Rússlandi. Fram kemur í frétt Euractiv að ekkert þeirra hafi þó enn nýtt sér það þrátt fyrir að stjórnvöld í Litháen hafi til að mynda kallað eftir því í júlí að tafarlaust yrði skrúfað fyrir allan slíkan innflutning. Þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi ítrekað gripið til ýmissra refsiaðgerða gegn Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu og þó kallað hafi verið eftir því hafa þær ekki ennþá náð til innflutnings á rússnesku gasi. Einungis á olíu og kolum. Enn er þó engu að síður flutt inn talsvert magn af rússneskri olíu í gegnum olíuhreinsistöðvar víða um heim og þá skilgreind sem framleiðsla þess ríkis þar sem stöðvarnar eru staðsettar. Kaup ríkja Evrópusambandsins á rússnesku gasi í kjölfar innrásarinnar hafa einkum verið réttlætt af þeim með því að um bindandi samninga til margra ára sé að ræða. Eins hvers vegna ekki hafi verið samþykkt á vettvangi sambandsins að refsiaðgerðir þess nái til rússnesks gass. Hins vegar er einnig um að ræða afar hagstæða samninga fyrir ríkin sem miklu fremur er talin ástæðan fyrir aðgerðaleysi þeirra. Velmegun reist á rússneskri orku Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Charles Michel, viðurkenndi á Twitter-síðu sinni 30. maí 2022 að ríki þess hefðu að miklu leyti fjármagnað hernaðaruppbyggingu og stríðsrekstur Rússa með kaupum á rússneskri orku. Með áformuðum aðgerðum sambandsins til þess að draga úr því hversu háð það væri rússneskri olíu hefði þannig verið „skrúfað fyrir gríðarlega uppsprettu fjármögnunar fyrir stríðsvél þess.“ Hið sama gerði til að mynda Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, í ræðu sem hann flutti á þingi þess 9. marz sama ár. Þrátt fyrir varnaðarorð hefði ekki verið dregið úr kaupunum í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi. Síðan þá höfum við aukið það í stað þess að draga úr því.“ Fram kom í annarri ræðu Borrells 1. marz 2022 að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr kaupum á orku frá Rússlandi í að minnsta kosti tuttugu ár en þess í stað hefði Evrópusambandið sífellt orðið háðara henni. Þá sagði hann í ræðu 10. október sama ár að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri rússneskri orku og ódýrum kínverskum vörum. Stefna ESB beðið algert skipbrot „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði Sanna Marin, þáverandi forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu 2. desember 2022 og vísaði þar til þeirrar stefnu að nánari efnahagsleg tengsl við Rússland væru til þess fallin að varðveita friðinn. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri í raun sama um slíkt. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin einnig en ljóst er að ríki þess hafa vegna áratuga vanrækslu hvorki burði til þess að verja sjálf sig né önnur ríki. Finnsk og sænsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau hafi sótt um inngöngu í NATO þar sem ekki væri hægt að treysta á sambandið í varnarmálum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins og þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun