Eigum við Íslendingar of fáa keppendur á Ólympíuleikum? Kjartan Ásmundsson skrifar 13. ágúst 2024 20:00 Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Nú í framhaldi af Ólympíuleikum í París þar sem að bæði áhorfendur á staðnum og við sem sátum fyrir framan sjónvarpið glöddumst yfir afrekum íþróttafólksins er vert að staldra aðeins við. Íslenskir keppendur stóðu sig vel og greinilegt að okkar bestu þjálfarar og fagfólk var því til stuðnings. En ég staldraði sjálfur við viðtal við afreksstjóra ÍSÍ sem lét hafa eftir sér að það þyrfti að tífalda opinberan stuðning til að koma hinum og þessum á leikana. Ég bendi á að árangurinn hefur alls ekki batnað hvað þátttöku á leikunum varðar á rúmlega síðasta áratug þó svo að opinberir aðilar hafi hér um bil tuttugufaldað sitt framlag til afrekssjóðs ÍSÍ úr um 25 í 500mkr. Í rekstri væri það nú alls ekki góður fyrirboði og eiginlega það slæmur að viðkomandi fjárfesting yrði hreinlega afskrifuð og leitað nýrra tækifæra. Nei nú vill afreksstjórinn tíföldun. Þetta skal takast. Ég velti því fyrir mér hvað liggi að baki og hvort Ólympíusambandið setji virkilega stefnuna á að eyða um fimm milljörðum króna til að koma sem flestum á Ólympíuleika. Er það okkar helsta markmið að taka þátt? Það getur verið að við getum náð betri árangri á leikunum en eitt er þó víst að fjármagn eitt og sér dugar ekki til. Í körfubolta þarf hreinlega kraftaverk enda mjög erfitt að komast inn á leikana. Mér finnst það hálf ólýðræðislegt og óheilbrigt að eyða háum fjárhæðum í þessa hluti og taka þátt í einhverri keppni við þjóðir eins og Kína, Bandaríkin, og Rússland. Á undanförnum árum hafa þessar þjóðir lagt allt kapp á að ná árangri í ákveðnum íþróttagreinum, greinum sem almenningur í viðkomandi landi stundar í sumum tilfellum ekki og varið til þess ómældum fjárhæðum til að vinna medalíur á leikunum. Þær eru hreinlega í innbyrðis pissukeppni sem okkur Íslendinga varðar ekkert um. Helsta baráttumál íþróttahreyfingarinnar ætti miklu frekar að vera það að stuðla að auknum stuðningi við íþróttafélögin, sem eru að leggja á sig mikla vinnu við að búa til afreksíþróttafólkið okkar hvort svo sem það kemst á stórmót eða ekki. Byrjum því frekar á að efla stuðning við starf félaganna sem ná varla að láta enda ná saman áður en við förum fram á marga milljarða í afrekssjóð ÍSÍ. Höfundur er formaður ÍTK.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar