„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 10:52 Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru ekki á sama máli um skólamáltíðir. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.” Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.”
Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent