„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 10:52 Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru ekki á sama máli um skólamáltíðir. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.” Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.”
Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira