„Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. ágúst 2024 20:40 Úlfa Dís og félagar fagna marki fyrr í sumar Vísir/Getty Stjarnan batt í kvöld enda á sigurhrinu Vals í Bestu deild kvenna. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en Valur hafði leitt leikinn frá 13. mínútu og fram á lokamínútur hans. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira