„Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. ágúst 2024 20:40 Úlfa Dís og félagar fagna marki fyrr í sumar Vísir/Getty Stjarnan batt í kvöld enda á sigurhrinu Vals í Bestu deild kvenna. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en Valur hafði leitt leikinn frá 13. mínútu og fram á lokamínútur hans. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira