Samningur við Steina snerist í hers höndum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 22:05 Dwayne „The Rock“ Johnson, eða Steini, ásamt hermönnum á NASCAR-opnunarhátíð. 12 milljarða auglýsingasamningur við NASCAR skilaði svo að segja engum nýskráningum í herinn. getty Æ færri Bandaríkjamenn skrá sig í bandaríska herinn árlega, samkvæmt tölfræði hersins síðustu ár. Hermálayfirvöld hafa því lagt meira púður í markaðssetningu sem ber misjafnan árangur. Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til. Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til.
Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira