Samningur við Steina snerist í hers höndum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 22:05 Dwayne „The Rock“ Johnson, eða Steini, ásamt hermönnum á NASCAR-opnunarhátíð. 12 milljarða auglýsingasamningur við NASCAR skilaði svo að segja engum nýskráningum í herinn. getty Æ færri Bandaríkjamenn skrá sig í bandaríska herinn árlega, samkvæmt tölfræði hersins síðustu ár. Hermálayfirvöld hafa því lagt meira púður í markaðssetningu sem ber misjafnan árangur. Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til. Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Fyrr á þessu ári gerði herinn auglýsingasamning að virði 11 milljóna dala, jafnvirði um 1,5 milljarða króna, við bandaríska leikarann Dwyane „The Rock“ Johnson, eða Steina, í því skyni að fjölga skráningum. Samningurinn kvað á um að Steini skyldi birta myndir á Instagram-reikningi sínum þar sem hann auglýsir herinn. Þá fengi herinn auglýsingapláss í UFL ruðningsdeildinni, sem Johnson á stóran hlut í. Samkvæmt umfjöllun The Daily Beast var auglýsingaherferðin svo misheppnuð að herinn telur sig hafa orðið af 38 skráningum. Steini birti aðeins tvær færslur á Instagram og lítil aðsókn á UFL hjálpaði ekki til. „Hvað Steina varðar, þá er það miður að auglýsingaherferðin hafi farið svona, á tíma sem við bjuggumst við því að hann væri til staðar til að búa til efni á samfélagsmiðla,“ sagði Dave Butler í samtali við Military.com. „Steini er enn góður félagi hersins.“ Samkvæmt gögnum Daily Beast krefst herinn þess að fá auglýsingaherferðina bætta. Stutt er síðan herinn eyddi 88 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 12 milljörðum króna, í samstarfssamning með kappakstursdeildinni NASCAR. Sú herferð skilaði tuttugu nýskráningum, að því er fram kemur í umfjöllun USA Today. Samkvæmt Miltary.com voru 10 þúsund færri nýskráningar í herinn á síðasta ári en vonir stóðu til.
Bandaríkin Hernaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira