Ástin hefur blómstrað hjá Arnari Þór og Helgu Kristínu undanfarin misseri og hafa þau verið dugleg að birta myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlum. Síðastliðið sumar birti Arnar Þór mynd af sér og sinni heittelskuðu þar sem hann ausar yfir hana hrósum og segist hafa dottið í feitan lukkupott.
Bæði hafa þau komið víða að og vakið athygli. Helga Kristín Ingólfsdóttir er með BS próf í sálfræði og starfar í mannauðsmálum hjá Arion banka en er sömuleiðis menntaður dansari. Hún vann meðal annars sjónvarpskeppnina Dans, dans, dans árið 2012.
Arnar Þór Ólafsson stýrir sjónvarpsseríunni Viltu Finna Milljón? ásamt Hrefnu Björk sem var sýnd á Stöð 2. Þá var hann hluti af Áttunni sem gaf út sketsa og lög og stýrir nú meðal annars hlaðvarpinu Ólafssynir í Undralandi ásamt Aroni Mola.