Mikið undir hjá vængbrotnum KR-ingum: „Þýðir ekkert að væla yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 14:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir ljóst að hans menn þurfi að sækja þrjú stig sem allra fyrst. Vísir/Diego Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld. KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti