Hinn 31 árs gamli Dinwiddie hefur verið á flakki undanfarin ár en hann hefur verið í NBA-deildinni í áratug. Fyrstu tvö árin var hann hjá Detroit Pistons, þaðan fór hann til Brooklyn Nets árið 2016 og var þar í fimm ár.
Eftir það hefur hann flakkað frá Washington Wizards til Dallas til Nets á nýjan leik og loks til Lakers fyrr á þessu ári.
Free agent guard Spencer Dinwiddie has agreed on a one-year deal with the Dallas Mavericks, sources tell @TheAthletic @Stadium. Dinwiddie reunites with Mavs as an ideal backcourt fit. He averaged 17.4 points in parts of two Dallas seasons and was key on 2022 West Finals team. pic.twitter.com/WPxs6ol73L
— Shams Charania (@ShamsCharania) July 22, 2024
Þegar hann lék síðast með Dallas þá skoraði hann að meðaltali 17,4 stig í leik og spilaði stóran þátt þegar liðið komst í úrslit Vesturdeildar árið 2022. Hann skrifar undir eins árs samning við félagið sem fór alla leið í úrslit gegn Boston Celtics í vor.