Dan Gilroy eiginmaður hennar staðfesti andlátið í samtali við The Hollywood Reporter. Duvall lést úr fylgikvillum tengdum sykursýki að sögn Gilroy.
Duvall fór með hlutverk í bíómyndunum McCabe & Mrs Miller, Nashville, Popeye og 3 Women. Hér að neðan má sjá brot úr hinni goðsagnakenndu bíómynd The Shining, þar sem hún fór með hlutverk Wendy Torrance.
Ítarlega umfjöllun um líf og störf Duvall má nálgast á vef Hollywood Reporter.
Fréttin hefur verið uppfærð með leiðréttum dánardegi.