Er íþróttafólk á Íslandi að fá þá aðstoð sem það þarfnast? Arnar Sölvi Arnmundsson og Lilja Guðmundsdóttir skrifa 10. júlí 2024 12:01 Af hverju er næring mikilvæg fyrir íþróttafólk? Þjálfarar og íþróttafólk er nú meðvitaðra en nokkru sinni fyrr, um það, hversu miklu máli ákveðnir þættir skipta þegar kemur að frammistöðu íþróttafólks. Þar má einna helst nefna líkamlega þjálfun, endurheimt og næringu. Næringin veitir okkur orkuna til þess að framkvæma líkamlegar hreyfingar og er auk þess grundvöllur allra efnaskipta líkamans. Auðvitað skiptir næring miklu máli fyrir alla, hvort sem um ræðir íþróttafólk eða aðra hópa. Góð næring stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, styður vöxt og breytingar líkamans í gegnum allt lífið og getur komið í veg fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma og aðra fylgikvilla óheilbrigðs lífsstíls. Hins vegar hefur íþróttafólk oft aðra næringarþörf heldur en almenningur þar sem íþróttaiðkun krefst mikils af líkamanum. Þar af leiðandi er munur á sérsviðum næringarfræðinnar: lýðheilsunæringarfræði, klínískri næringarfræði og því sem er skilgreint sem íþróttanæringarfræði. Hvað gera íþróttanæringarfræðingar? Íþróttanæringarfræðingar sérhæfa sig fyrst og fremst í því að hjálpa íþróttafólki að hámarka afkastagetu og frammistöðu sína, ásamt því að efla heilsu. Til að ná þessum markmiðum er þó mjög mikilvægt að taka afstöðu til hvers og eins einstaklings þar sem næringarþörfin tekur mið af fjölmörgum þáttum: íþrótt, stöðu, lífsstíls, æfinga- & keppnisálagi, einstaklingsbundnum markmiðum, fæðuvenjum, meiðslum og veikindum, bara svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki er orku- & næringarþörf íþróttafólks síbreytileg. Til dæmis er orkuþörf í keppni talsvert hærri og frábrugðin orkuþörf á hvíldardegi. Íþróttanæringarfræðingar aðstoða íþróttafólk við fæðuval hverju sinni miðað við þarfir þess. Þar eru margir þættir teknir inn í reikninginn eins og hvaða áhrif orkugefandi næringarefnin (kolvetni, prótein og fita), vítamín, steinefni, vökvajafnvægi, samsetning og tímasetning máltíða hafa á frammistöðu, endurheimt og almenna heilsu. Þegar allir þessir þættir eru teknir saman kemur bersýnilega í ljós þörfin fyrir því að leiðbeina og kenna íþróttafólki að næra sig í samræmi við líkamlegt álag og þarfir. Það er nefnilega ekki til neitt galdra mataræði sem hentar öllu íþróttafólki; langt því frá! Góð og viðeigandi næring getur stutt við ýmsa þætti sem skipta sköpum þegar kemur að frammistöðu í íþróttum, þ.á.m: Aukin afkastageta Almenn heilsa Gerir einstaklingi kleift að æfa lengur og af meiri ákefð Seinkar þreytu á meðan æfingu/keppni stendur Viðhald vökvajafnvægis Viðhald heilbrigðs ónæmiskerfis Aukin & hraðari endurheimt Breytingar á líkamssamsetningu Minni líkur á meiðslum & veikindum Þjálfunaraðlögun Aukin einbeiting Betri svefn Ung sérgrein en ört vaxandi Íþróttanæringarfræði sem sérgrein er fremur ung samanborið við margar aðrar starfsgreinar. Upptök íþróttanæringarfræðinnar eru talin hafa átt sér stað í Svíþjóð á 4. áratug síðustu aldar þar sem rannsóknir á efnaskiptum kolvetna og fitu voru framkvæmdar. Á 7. og 8. áratugnum tók fagið stakkaskiptum og mikil aukning varð á rannsóknum víðs vegar, einkum í Bandaríkjunum, Skandinavíu og Bretlandi. Loks upp úr 1980 varð íþróttanæringarfræði að viðurkenndri sérgrein. Ef við spólum svo áfram til dagsins í dag hefur fjöldi rannsókna á sviðinu margfaldast sem og almenn þekking á hinum ýmsu áhrifum sem næring getur haft á íþróttafólk. Enn langt í land Þegar staða íþróttanæringarfræðinnar á Íslandi er borin saman við okkar nágrannaþjóðir og meginland Evrópu má helst sjá gífurlegan mun á fjölda stöðugilda hjá íþróttafélögum og -samböndum. Á meðan mörg íþróttafélög og sérsambönd erlendis hafa innan sinna raða teymi íþróttanæringarfræðinga, auk annarra sérfræðinga, er ekki sömu sögu að segja hér heima. Þeir fáu menntuðu íþróttanæringarfræðingar sem starfa á Íslandi gera það oftar en ekki sjálfstætt og þá þykir höfundum skortur vera á samstarfi og tengingar milli íþróttanæringarfræðinga og íþróttafélaga & -samtaka. Þetta bitnar því miður á íþróttafólkinu okkar sem fær þar af leiðandi ekki þá aðstoð sem það þarfnast, og þá er einnig algengt að það viti hreinlega ekki að slík þjónusta sé í boði. Þar að auki fær afreksíþróttafólk hérlendis sárasjaldan fjárhagslega styrki til að nýta sér aðstoð sérfræðinga í íþróttavísindum, hvort sem um ræðir íþróttanæringarfræðinga eða aðra sérfræðinga. Höfundar þessarar greinar vonast til að hún veki athygli innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi á þeirri brýnni nauðsyn sem er að auðvelda íþróttafólki okkar aðgengi að sérfræðingum til að hjálpa að hámarka afkastagetu í sinni íþrótt. Þannig má stuðla enn betur að þeirri framþróun sem hefur átt sér stað síðastliðna áratugi í íþróttastarfi á Íslandi. Höfundar eru íþróttanæringarfræðingar (M.Sc. Sports Nutrition). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Af hverju er næring mikilvæg fyrir íþróttafólk? Þjálfarar og íþróttafólk er nú meðvitaðra en nokkru sinni fyrr, um það, hversu miklu máli ákveðnir þættir skipta þegar kemur að frammistöðu íþróttafólks. Þar má einna helst nefna líkamlega þjálfun, endurheimt og næringu. Næringin veitir okkur orkuna til þess að framkvæma líkamlegar hreyfingar og er auk þess grundvöllur allra efnaskipta líkamans. Auðvitað skiptir næring miklu máli fyrir alla, hvort sem um ræðir íþróttafólk eða aðra hópa. Góð næring stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, styður vöxt og breytingar líkamans í gegnum allt lífið og getur komið í veg fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma og aðra fylgikvilla óheilbrigðs lífsstíls. Hins vegar hefur íþróttafólk oft aðra næringarþörf heldur en almenningur þar sem íþróttaiðkun krefst mikils af líkamanum. Þar af leiðandi er munur á sérsviðum næringarfræðinnar: lýðheilsunæringarfræði, klínískri næringarfræði og því sem er skilgreint sem íþróttanæringarfræði. Hvað gera íþróttanæringarfræðingar? Íþróttanæringarfræðingar sérhæfa sig fyrst og fremst í því að hjálpa íþróttafólki að hámarka afkastagetu og frammistöðu sína, ásamt því að efla heilsu. Til að ná þessum markmiðum er þó mjög mikilvægt að taka afstöðu til hvers og eins einstaklings þar sem næringarþörfin tekur mið af fjölmörgum þáttum: íþrótt, stöðu, lífsstíls, æfinga- & keppnisálagi, einstaklingsbundnum markmiðum, fæðuvenjum, meiðslum og veikindum, bara svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki er orku- & næringarþörf íþróttafólks síbreytileg. Til dæmis er orkuþörf í keppni talsvert hærri og frábrugðin orkuþörf á hvíldardegi. Íþróttanæringarfræðingar aðstoða íþróttafólk við fæðuval hverju sinni miðað við þarfir þess. Þar eru margir þættir teknir inn í reikninginn eins og hvaða áhrif orkugefandi næringarefnin (kolvetni, prótein og fita), vítamín, steinefni, vökvajafnvægi, samsetning og tímasetning máltíða hafa á frammistöðu, endurheimt og almenna heilsu. Þegar allir þessir þættir eru teknir saman kemur bersýnilega í ljós þörfin fyrir því að leiðbeina og kenna íþróttafólki að næra sig í samræmi við líkamlegt álag og þarfir. Það er nefnilega ekki til neitt galdra mataræði sem hentar öllu íþróttafólki; langt því frá! Góð og viðeigandi næring getur stutt við ýmsa þætti sem skipta sköpum þegar kemur að frammistöðu í íþróttum, þ.á.m: Aukin afkastageta Almenn heilsa Gerir einstaklingi kleift að æfa lengur og af meiri ákefð Seinkar þreytu á meðan æfingu/keppni stendur Viðhald vökvajafnvægis Viðhald heilbrigðs ónæmiskerfis Aukin & hraðari endurheimt Breytingar á líkamssamsetningu Minni líkur á meiðslum & veikindum Þjálfunaraðlögun Aukin einbeiting Betri svefn Ung sérgrein en ört vaxandi Íþróttanæringarfræði sem sérgrein er fremur ung samanborið við margar aðrar starfsgreinar. Upptök íþróttanæringarfræðinnar eru talin hafa átt sér stað í Svíþjóð á 4. áratug síðustu aldar þar sem rannsóknir á efnaskiptum kolvetna og fitu voru framkvæmdar. Á 7. og 8. áratugnum tók fagið stakkaskiptum og mikil aukning varð á rannsóknum víðs vegar, einkum í Bandaríkjunum, Skandinavíu og Bretlandi. Loks upp úr 1980 varð íþróttanæringarfræði að viðurkenndri sérgrein. Ef við spólum svo áfram til dagsins í dag hefur fjöldi rannsókna á sviðinu margfaldast sem og almenn þekking á hinum ýmsu áhrifum sem næring getur haft á íþróttafólk. Enn langt í land Þegar staða íþróttanæringarfræðinnar á Íslandi er borin saman við okkar nágrannaþjóðir og meginland Evrópu má helst sjá gífurlegan mun á fjölda stöðugilda hjá íþróttafélögum og -samböndum. Á meðan mörg íþróttafélög og sérsambönd erlendis hafa innan sinna raða teymi íþróttanæringarfræðinga, auk annarra sérfræðinga, er ekki sömu sögu að segja hér heima. Þeir fáu menntuðu íþróttanæringarfræðingar sem starfa á Íslandi gera það oftar en ekki sjálfstætt og þá þykir höfundum skortur vera á samstarfi og tengingar milli íþróttanæringarfræðinga og íþróttafélaga & -samtaka. Þetta bitnar því miður á íþróttafólkinu okkar sem fær þar af leiðandi ekki þá aðstoð sem það þarfnast, og þá er einnig algengt að það viti hreinlega ekki að slík þjónusta sé í boði. Þar að auki fær afreksíþróttafólk hérlendis sárasjaldan fjárhagslega styrki til að nýta sér aðstoð sérfræðinga í íþróttavísindum, hvort sem um ræðir íþróttanæringarfræðinga eða aðra sérfræðinga. Höfundar þessarar greinar vonast til að hún veki athygli innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi á þeirri brýnni nauðsyn sem er að auðvelda íþróttafólki okkar aðgengi að sérfræðingum til að hjálpa að hámarka afkastagetu í sinni íþrótt. Þannig má stuðla enn betur að þeirri framþróun sem hefur átt sér stað síðastliðna áratugi í íþróttastarfi á Íslandi. Höfundar eru íþróttanæringarfræðingar (M.Sc. Sports Nutrition).
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun