„Hann á að vera hér á Íslandi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 19:24 Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Vísir/Viktor Freyr Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan. Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira