Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2024 07:32 Forseti Kýpur var fljótur að ítreka að landið væri hlutlaust og ekki partur af vandanum, heldur lausninni. epa/Lukasz Gagulski Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Hezbollah vöruðu við því í vikunni að Kýpur gæti orðið skotmark ef stjórnvöld heimiluðu Ísraelum að nota landsvæði sitt í aðgerðum gegn samtökunum. Eftir auknar skærur síðustu daga og vikur eru áhyggjur uppi um að allsherjarátök brjótist út á milli Ísrael og Hezbollah. „Kýpur á ekki þátt í og mun ekki eiga þátt í neinum stríðum eða átökum,“ sagði Konstantinos Letymbiotis, talsmaður stjórnvalda, í samtali við ríkismiðilinn CyBC. „Þar af leiðandi eru yfirlýsingar leiðtoga Hezbollah ekki í takt við raunveruleikann.“ Letymbiotis sagði stjórnvöld á Kýpur eiga í mjög góðu sambandi við stjórnvöld í Líbanon og að þau myndu ekki heimila neinu ríki að nota landsvæði sitt fyrir hernaðaraðgerðir gegn öðru ríki. Hezbollah leiðtoginn Sayyed Hassan Nasrallah hótaði á miðvikudag stríði „án regla eða takmarkanna“ ef Ísraelsmenn réðust af fullum þunga gegn Hezbollah, eins og þeir hafa hótað. Þá kom hann á óvart með því að hafa einnig í hótunum við Kýpur og sagði að ef þarlend stjórnvöld heimiluðu Ísrael að nota innviði í aðgerðum sínum yrðu Kýpurbúar einnig þátttakendur í átökunum. Ef til stríðs kæmi yrðu engir staðir öruggir fyrir eldflaugum og drónum Hezbollah. Hótanirnar eru sagðar hafa vakið nokkurn ugg meðal embættismanna og sendifulltrúa annarra ríkja á Kýpur. Guardian hefur eftir ónefndum erindreka Evrópusambandsins að Hezbollah séu þekkt fyrir að standa við hótanir sínar og að Kýpur hafi ekki hernaðarlega getu til að svara fyrir sig. Nikos Christodoulides, forseti Kýpur, var fljótur að svara hótunum Nasrallah og lagði bæði áherslu á hlutleysi Kýpur og þátt ríkisins í að koma neyðargögnum til Gasa. „Kýpur er ekki partur af vandamálinu, heldur partur af lausninni,“ sagði hann.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Kýpur Líbanon Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira