„Við getum ekki beðið eftir haustinu og litla krílinu sem ætlar að bætast í fjölskylduna. Það sem við erum þakklát og spennt,“skrifar Greta við fallegt myndskeið af fjölskyldunni á Instagram. Fyrir eiga hjónin einn dreng, Bjart Elí, sem fæddist í nóvember árið 2022, fjórum vikum fyrir settan dag.
Greta og Elvar kynntust þegar hann þjálfaði hana í líkamsræktarþjálfuninni Boot Camp. Þau trúlofuðu sig síðan í janúar árið 2018 og gengu í hjónaband þann 29 apríl árið 2023 í Mosfellskirkju.
Greta, sem m.a. hefur leikið á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur tvisvar verið fulltrúi Íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, árin 2012 og 2016 og fylgdi Elvar unnustu sinni út í bæði skiptin.