Meinsemdir á vinnumarkaði Bergvin Eyþórsson skrifar 7. júní 2024 17:30 Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun