Meinsemdir á vinnumarkaði Bergvin Eyþórsson skrifar 7. júní 2024 17:30 Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Útgáfa læknisvottorða hefur verið gerð að umfjöllunarefni í viðtali Vísis við þá félaga Fiskikónginn og svo framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda 5.júní síðastliðinn. Inntak viðtalsins má draga saman í þá veru að þeir félagar telja starfsmenn framvísa læknisvottorðum án þess að um raunveruleg veikindi sé að ræða, en hvað eru raunveruleg veikindi? Þeim sem þekkja til regla á vinnumarkaði vita að heilsufarsupplýsingar flokkast undir viðkvæmar persónuupplýsingar, upplýsingar sem atvinnurekandi hefur ekki rétt á að krefja starfsfólk um. Þess vegna höfum við lækna sem eru sérstaklega menntaðir til að meta heilsufar, atvinnurekendur eru almennt ekki læknar og þess vegna ekki hæfir til að meta hvort starfsfólk fyrirtækisins sé raunverulega veikt eður ei. Læknar bera ábyrgð á útgáfu læknisvottorða og skv.19.gr. laga nr. 34/2012 ber þeim að gæta varkárni, nákvæmni og óhlutdrægni við útgáfu vottorða, … og votta það eitt er þeir vita sönnur á og er nauðsynlegt í hverju tilviki. Kannski þarf að skerpa á þessu og jafnvel að krefjast þess að læknar skoði sjúklinga áður en vottorð er gefið út. Getur verið að atvinnurekendur að atvinnurekendur sjái ekki skóginn fyrir trjánum? Í þessu að því er virðist flóði vafasamra læknisvottorða hjá sumum atvinnurekendum þarf að skoða hverju sætir, hvernig stendur á því að þeir eru með eindæmum óheppnir með starfsfólk. Nota þessir atvinnurekendur allir sömu ráðningarskrifstofuna? Sumir atvinnurekendur hafa nefnilega ekki séð læknisvottorð svo árum skiptir og starfsfólk þeirra virðist mjög hraust. Getur verið að þessi miklu veikindi sem eru algengari hjá sumum atvinnurekendum en öðrum megi rekja til einhvers annars en líkamlegra kvilla? Ein stærsta meinsemd á vinnumarkaði er nefnilega slæm framkoma yfirmanna við starfsfólk, oft ógnandi framkoma, og af þessum sökum veikist starfsfólk (það eru raunveruleg veikindi) og ræður ekki við að vera á vinnumarkaði. Þetta er meinsemd sem er látin viðgangast í íslensku atvinnulífi! Það er enginn svo óheppinn að fá bara óheiðarlegt fólk í vinnu. Fiskikóngurinn segir að læknastéttin þurfi að girða sig í brók og atvinnurekendur þurfi að standa í fokking lappirnar. Það er heillavænlegra að rýna í af hverju þetta gerist og fyrirbyggja skaðann. Af hverju ætti læknir að skrifa læknisvottorð sem vottar óvinnufærni í einu starfi en ekki öðru? Mögulega er önnur vinnan líkamlega erfið en ekki hin, en kannski er önnur vinna andlega mjög erfið en ekki hin. Það er nefnilega mjög mikið andlegt álag að láta koma illa fram við sig. Hárrétt er það hjá Fiskikónginum að þetta á að vera sameiginlegt verkefni stéttarfélaga og atvinnurekenda að vinna gegn misnotkun á veikindaréttinum, alveg eins og það á að vera sameiginlegt verkefni allra á vinnumarkaði að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Þessir þættir eru svo samofnir að ekki er hægt að vinna á öðrum án þess að snerta á hinum. Höfundur er varaformaður Verk Vest.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun