Kærir mótherja sem kýldi sig í miðjum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 16:31 Yasmin Mrabet varð fyrir fólskulegri árás í vináttulandsleik. Alex Grimm - FIFA/FIFA via Getty Images Marokkóska knattspyrnukonan Yasmine Mrabet ætlar sér að leggja fram kæru á hendur annarrar knattspyrnukonu sem kýldi hana í miðjum vináttulandsleik í vikunni. Marokkó og Kongó áttust við í vináttulandsleik síðastliðinn mánudag. Í það minnsta var yfirskrift leiksins sú að um vináttuleik væri að ræða, en svo virtist alls ekki vera þegar á völlinn var komið. Marokkó vann leik liðanna 3-2 á mánudaginn, en í stöðunni 2-1 þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum, varð Mrabet hreinlega fyrir árás. Leikmaður kongóska liðsins, Ruth Monique Kipoyi, braut þá harkalega af sér og fékk fyrir vikið að líta beint rautt spjald. Leikmenn marokkóska liðsins hópuðust að henni, en Kipoyi brást hin versta við og kýldi Mrabet til jarðar. Uhhh so this happened today. pic.twitter.com/gTwwvaYdXM— SHE scores bangers (@SHEscoresbanger) June 4, 2024 Mrabet hefur nú ákveðið að leita réttar síns og segir atvik sem þetta ekki eiga neitt skylt við fótbolta. „Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir þau fallegu skilaboð sem ég hef fengið eftir leikinn,“ segir í yfirlýsingu Mrabet. „Svona ofbeldishegðun á ekki að vera liðin. Ágreiningur getur komið upp í keppni og spennustigið getur verið hátt, en það eru ákveðnar línur sem á aldrei að stíga yfir.“ „Viðeigandi verklag til að tilkynna þetta mál er nú farið í gang og héðan í frá mun ég aðeins horfa fram veginn.“ Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Marokkó og Kongó áttust við í vináttulandsleik síðastliðinn mánudag. Í það minnsta var yfirskrift leiksins sú að um vináttuleik væri að ræða, en svo virtist alls ekki vera þegar á völlinn var komið. Marokkó vann leik liðanna 3-2 á mánudaginn, en í stöðunni 2-1 þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum, varð Mrabet hreinlega fyrir árás. Leikmaður kongóska liðsins, Ruth Monique Kipoyi, braut þá harkalega af sér og fékk fyrir vikið að líta beint rautt spjald. Leikmenn marokkóska liðsins hópuðust að henni, en Kipoyi brást hin versta við og kýldi Mrabet til jarðar. Uhhh so this happened today. pic.twitter.com/gTwwvaYdXM— SHE scores bangers (@SHEscoresbanger) June 4, 2024 Mrabet hefur nú ákveðið að leita réttar síns og segir atvik sem þetta ekki eiga neitt skylt við fótbolta. „Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir þau fallegu skilaboð sem ég hef fengið eftir leikinn,“ segir í yfirlýsingu Mrabet. „Svona ofbeldishegðun á ekki að vera liðin. Ágreiningur getur komið upp í keppni og spennustigið getur verið hátt, en það eru ákveðnar línur sem á aldrei að stíga yfir.“ „Viðeigandi verklag til að tilkynna þetta mál er nú farið í gang og héðan í frá mun ég aðeins horfa fram veginn.“
Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira