Enski boltinn

Bruno til bjargar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno er ávallt tilbúinn að aðstoða, sama hvort það sé innan vallar eða utan.
Bruno er ávallt tilbúinn að aðstoða, sama hvort það sé innan vallar eða utan. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Bruno Fernandes, fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Manchester United og landsliðsmaður Portúgal, var meðal þeirra sem komu farþega um borð í flugvél easyJet frá Manchester til Lissabon til bjargar.

Það kann að hljóma undarlegt en Fernandes og Diogo Daloto, samherji hans hjá United og Portúgal, flugu með easyJet til heimalandsins en um er að ræða lággjalda flugfélag. Það hefur verið fjallað um sparnaðaraðgerðir Man United og eflaust er þetta ein þeirra.

Fyrirliðinn Bruno tók eftir því að það virtist líða yfir manninn sem sat fyrir aftan hann þegar Bruno var á leið aftur í sætið sitt eftir að hafa notað salernið. Kallaði hann samstundis eftir hjálp. Maðurinn fékk þá aðstoð sem hann þurfti en Bruno sat með honum í nokkrar mínútur áður en hann sneri aftur í sæti sitt.

Daily Mail hefur eftir viðstöddum að Bruno hafi látið líta fara fyrir sér í fluginu og brugðist hárrétt við aðstæðum.

„Ég hrósaði honum fyrir að aðstoða farþegann. Í hreinskilni sagt, ef maður vissi ekki hver hann væri þá hefði þetta getað verið hver annar farþegi,“ hefur Daily Mail eftir einstakling sem bað Bruno um sjálfu þegar flugvélin var lent í Lissabon.

Dalot og Bruno ásamt nokkrum farþegum.Daily Mail

Bruno átti góðan leik þegar Man United lagði Leicester City 3-0 í því sem var hans 250. leikur fyrir félagið. Bruno hefur nú skorað tvö mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×