Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 23:17 Nkunku er falur fyrir rétta upphæð. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira