Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Martin Ødegaard meiddist í landsliðsverkefni með Noregi í september. getty/Stuart MacFarlane Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, sé í erfiðri stöðu. Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað. Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað.
Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira