Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2024 09:02 Martin Ødegaard meiddist í landsliðsverkefni með Noregi í september. getty/Stuart MacFarlane Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, sé í erfiðri stöðu. Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað. Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Eftir að hafa glímt við meiðsli í nokkrar vikur lék Ødegaard allan leikinn þegar Arsenal gerði jafntefli við Chelsea, 1-1, í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Hann fór svo til móts við norska landsliðið sem mætir Slóveníu og Kasakstan í síðustu leikjum sínum í Þjóðadeildinni. Ødegaard var upphaflega ekki valinn í norska landsliðshópinn en var svo bætt við hann. Talsvert hefur verið rætt um skynsemi þess að Ødegaard spili með norska liðinu svona skömmu eftir að hafa snúið aftur eftir meiðsli. Hareide, sem þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08, segir að mál sem þessi séu alltaf erfið, sérstaklega fyrir leikmanninn sem á í hlut. „Þú vilt vera trúr landsliðinu. Á sama tíma verða félögin að vernda leikmenn sem hafa verið meiddir,“ sagði Hareide. Leikirnir í Þjóðadeildinni hafa tekið við af vináttulandsleikjum sem eru nú orðnir afar fáir. „Knattspyrnusamböndin treysta á tekjur af leikjum til að halda sér gangandi og því eru leikmennirnir stundum í klemmu. Stundum færðu þreytta leikmenn. Það eru fleiri leikir núna en áður,“ sagði Hareide og vísaði til gagnrýnis Rodris, handhafa Gullboltans, á álagið á bestu fótboltamenn heims. Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir skiljanlegt að Arsenal vilji ekki að Ødegaard spili tvo heila leiki með landsliðinu sínu, nýkominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Það væri þó aðallega undir leikmanninum sjálfum komið hversu mikið hann teldi sig geta spilað.
Enski boltinn Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira