Breiðablik hóf æfingar í gær en Katrín er enn á meiðslalistanum eftir að hafa meiðst illa á hné í lokaleik tímabilsins við Val. Hún segist ekki útiloka brottför, þó hún vilji halda kyrru fyrir.
„Ég geri ekki ráð fyrir því að fara. Ég á nú eftir að skrifa undir og allt svoleiðis. Það er erfitt að fara frá liði sem er Íslandmeistari og þegar gengur svona vel,“
„Ég get ekki sagt að ég sé búin að útiloka eitt eða neitt. En mig langar að vera þarna áfram,“ segir Katrín í viðtali við íþróttadeild.
Viðtalið í heild, við hana og kærasta hennar Damir Muminovic, má sjá í heild sinni að neðan.