Damir á leið til Asíu Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 13:54 Damir Muminovic fagnar með stuðningsmönnum sem voru alveg við endalínuna, á bakvið hlið sem sett höfðu verið upp sérstaklega vegna leiksins. VÍSIR/VILHELM Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr. Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum. Breiðablik Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson greindi frá þessu á Twitter í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis var það einnig til skoðunar í vor að Damir færi til Asíu en nú er allt útlit fyrir að það verði frágengið á næstu dögum. Serbinn geðugi kveður Smárann🇷🇸🟢Damir Muminovic hefur rift samningi sínum við Breiðablik og mun spila í Asíu(Singapore Super League) fram á næsta ár. Gerir samning þar til í júní með möguleika á framlengingu. pic.twitter.com/AQ8YYMc6kr— Gunnar Birgisson (@grjotze) November 12, 2024 Níu lið leika í úrvalsdeildinni í Singapúr og er eitt þeirra staðsett utan eyríkisins, eða í Brúnei. Það félag heitir DPMM (Duli Pengiran Muda Mahkota) og er eftir því sem næst verður komist það félag sem Damir mun nú ganga til liðs við. Damir átti eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik en mun hafa komist að samkomulagi við félagið um að fara í þetta Asíuævintýri. Hann gæti svo snúið aftur eftir að tímabilinu í Singapúr lýkur í maí, og spilað með Blikum á nýjan leik frá og með opnun félagaskiptagluggans í júlí. Ef rétt reynist að Damir sé á leið til DPMM þá mun hann leika undir stjórn Skotans Jamie McAllister, og í liði sem er að mestu skipað heimamönnum en einnig leikmönnum frá Portúgal, Brasilíu, Afganistan, Ástralíu og Norður-Makedóníu. Leikmenn DPMM eru nú komnir í frí fram yfir áramót og spila næst deildarleik 13. janúar, gegn toppliði Lion City Sailors. DPMM er sem stendur í 6. sæti af liðunum níu í deildinni, með 21 stig eftir 18 leiki, eða 18 stigum á eftir efstu liðum.
Breiðablik Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira