„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júní 2024 07:01 Mari Järsk er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær. Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær.
Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira