„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júní 2024 07:01 Mari Järsk er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær. Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær.
Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira