Það er einfalt að vera kosningastjóri Höllu Tómasdóttur Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:31 Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun