Það er einfalt að vera kosningastjóri Höllu Tómasdóttur Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 29. maí 2024 12:31 Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Sjá meira
Þótt ég hafi alist upp í kringum pólitík þá er þetta aðeins í annað skiptið sem ég tek beinan þátt í slíku ævintýri. Ástæðan er einföld. Þó að samfélagið og samfélagsleg mál skipti mig miklu máli þá hef ég í gegnum tíðina orðið vitni að því þegar misvönduðum meðölum er beitt í kosningabaráttu gegn góðu fólki sem gengur gott eitt til. Fólki sem vill af heilum hug láta gott af sér leiða. En þegar Halla Tómasdóttir bauð sig fram fyrir átta árum og aftur núna gef ég mig alla í verkefnið. Af því að Ísland þarf á sterkum leiðtoga að halda sem getur staðið í fæturnar þegar gefur á bátinn og getur haldið öllu því góða sem hér er að finna á lofti þegar vel gengur. Ísland á það skilið. Hlutverk kosningastjóra Höllu Tómasdóttur er í raun einfalt. Það þarf ekkert að þjálfa, tengja, fara yfir umræðupunkta eða taka til í fortíðinni. Það þarf einfaldlega að tryggja að sem flestir hitti Höllu og hennar yndislega eiginmann Björn Skúlason. Það er stóra verkefnið. Halla veit hver hún er og fyrir hvað hún stendur. Hún skuldar engum neitt og gefur kost á sér af einlægum vilja til að virkja reynslu sína og tengslanet fyrir land og þjóð. Á góðum stundum sem og erfiðum mun hún hafa skýra sýn á hvaða skref þarf og á að taka. Mér er það bæði ljúft og skylt að styðja við framboð Höllu Tómasdóttur og geri allt sem í mínu valdi stendur til að koma henni á Bessastaði því Ísland og Íslendingar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið góðan forseta sem hefur reynslu og þekkingu, forseta sem hlustar og sameinar, forseta sem mun styðja og styrkja okkur sem þjóð bæði innanlands og utan. Halla er sannur leiðtogi og brúarsmiður sem hefur brunnið fyrir jafnrétti, frið og Íslandi alla tíð. Halla er ekki orðin tóm heldur hefur látið rækilega til sín taka hér heima og á alþjóðasviðinu. Stolt styð ég Höllu Tómasdóttur til embættis forseta Íslands enda er hún draumur kosningastjórans. Ég treysti engum betur. Höfundur er kosningastjóri Höllu Tómasdóttur.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar