Vill ekki lengur íslenzkan her? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 08:45 „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun