Vill ekki lengur íslenzkan her? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. maí 2024 08:45 „Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Ég hef aldrei lagt til að við eigum að stofna her. Ég er persónulega algjörlega á móti því að við eigum að stofna her,“ sagði Baldur Þórhallsson í þættinum Pressa á Heimildinni 26. apríl spurður til að mynda út í ummæli sem hann lét falla í hlaðvarpi Harmageddon í marz 2022 þess efnis að Ísland þyrfti á hundrað manna varnarliði að halda til þess að verja landið. Hafnaði hann því í Pressu-þættinum að hann hefði lagt til að stofnaður yrði íslenzkur her. Hann hefði einungis verið að svara spurningum sem fræðimaður. Fram kom í máli Baldurs í hlaðvarpi Harmageddon að loftrýmisgæzlan, sem sinnt væri á Íslandi af NATO-ríkjum, dygði skammt ef ráðist yrði á landið. „Þessar sveitir sem eru að verja lofthelgina og fylgjast með óvinaflugvélum og kafbátum, þær verja okkur ekki. Þær verða ekki kallaðar til taks ef að eitthvað gerist hér í Reykjavík eða annars staðar á landinu, þær eru ekki til þess.“ Inntur eftir því hversu fjölmennu liði hann teldi þörf á til þess að tryggja lágmarksvarnir landsins sagði Baldur það fara eftir aðstæðum hverju sinni. „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll“ „Að mínu mati er mjög mikilvægt að geta brugðizt við lítilli, takmarkaðri árás þannig að hægt sé að verjast þangað til að liðsafli berst frá bandalagsþjóðum okkar í NATO,“ sagði hann og bætti við: „Við þurfum að geta varið Keflavíkurflugvöll, við þurfum að geta varið helztu stjórnsýslustofnanir í Reykjavík þangað til liðsafli berst. Ég sé fyrir mér ef þú vilt nefna einhverja tölu, hundrað manna sérsveit myndi jafnvel vera nóg,“ sagði hann. Þáttarstjórnendur höfðu þá á orði að líklega yrði erfitt fyrir Íslendinga að kyngja því. „Já, en við erum náttúrulega að tala um varnarlið eða herlið. Hér voru á tímabili 5.000 hermenn í kalda stríðinu en við vitum hvað það þýðir fyrir átökin í íslenzkum stjórnmálum. En að mínu mati kalla þessir skelfilegu atburðir í Úkraínu á þetta,“ sagði Baldur. Erfitt er vitaskuld að skilja orðalagið um að við þyrftum að verjast þar til liðsafli bærist frá bandalagsþjóðum í NATO öðruvísi en sem svo að verið sé að tala um innlendan her. Miðað við orð hans vill fræðimaðurinn Baldur íslenzkan her þó hann sé samt persónulega á móti honum. Hafnaði allavega ekki Icesave-samningunum Mögulega vill Baldur ekki lengur íslenzkan her en ljóst er að þau sinnaskipti urðu þá í kjölfar þess að hann fór í forsetaframboð. Baldur hefur að sama skapi sagt að hann hafi einungis sem fræðimaður gagnrýnt þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forseta Íslands, að leggja Icesave-samningana í þjóðaratkvæði og sem kunnugt er man ekki hvernig hann sjálfur greiddi atkvæði um þá. Það nýjasta er reyndar að hann hafi annað hvort kosið með samningunum eða skilað auðu. Sem sagt allavega ekki á móti þeim. Hið sama á við um Evrópusambandið. Baldur hefur um langt árabil verið einhver ötulasti talsmaður þess að Ísland gengi í sambandið. Eftir að hann fór í forsetaframboð hefur hann hins vegar tónað þá afstöðu nokkuð niður og talað á talsvert óljósari nótum í þeim efnum en hann gerði áður. Auðvitað er hugsanlegt að hann hafi einungis kallað eftir inngöngu í Evrópusambandið í gegnum tíðina sem fræðimaður. Mögulega einnig þegar hann kallaði eftir henni úr ræðustól Alþingis sem varaþingmaður Samfylkingarinnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun