Börnin okkar Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2024 13:01 „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun