Leiðin að jákvæðu þungunarprófi var parinu löng og ströng og draumurinn um barn orðinn fjarstæðukenndur.
„13 times the charm sagði einhver. Það eru 4 ár síðan þetta ferli hófst. Tveimur eggheimtum, einni aðgerð og þrettán uppsetningum seinna tókst þetta loksins.
Þessi draumur var orðinn mjög fjarstæðukenndur og eru þetta óraunverulegustu fréttir sem við getum fært, en það er loksins komið að okkur.
París tekur komandi hlutverki mjög alvarlega og ætlar að passa vel uppá nýja fjölskyldumeðliminn. Sjáumst í haust litla kríli,“ skrifar parið við færsluna og birta mynd af kettinum París.
Ragga segir í samtali við Vísi að þeim heilast vel í dag en síðustu mánuðir og ár hafi tekið mikið á parið.
„Magnað hvernig svona ferli breyttist í að vera mikil spenna yfir í að vera kvíðavaldandi. Þegar maður er búinn að fara þrettán sinnum breytist aðeins upplifunin,“ segir Ragga:
„Við erum í skýjunum.“