Curry reyndi að fá Clark til Under Armour en Nike hafði betur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. apríl 2024 15:00 Caitlin Clark á toppi Empire State byggingarinnar í New York. getty/Roy Rochlin Körfuboltakonan Caitlin Clark mun skrifa undir nýjan risa skósamning við Nike. Hún fær sinn eigin einkennisskó hjá Nike. Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí. WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Indiana Fever valdi Clark með fyrsta valrétti í nýliðavali WNBA-deildarinnar á mánudaginn eins og við var búist. Hún átti frábæran feril með Iowa í háskólaboltanum og er stigahæst í sögu efstu deildar hans. Clark er gríðarlega vinsæl og hefur aukið áhugann á kvennakörfubolta. Til marks um það var uppselt á alla leiki Iowa í vetur, miðaverðið á þeim rauk upp og nærri nítján milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í háskólakörfuboltanum þar sem Iowa tapaði fyrir South Carolina. Og nú þegar er ljóst að 36 af fjörutíu leikjum Indiana Fever á tímabilinu verði sýndir beint á stóru sjónvarpsstöðvunum í Bandaríkjunum. Í takt við vinsældir sínar mun Clark skrifa undir nýjan samning við Nike. Adidas og Under Armour báru einnig víurnar í Clark en Nike hafði betur gegn þeim. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, er skærasta stjarnan sem er samningsbundin Under Armour og hann fundaði meðal annars með Clark fyrir hönd íþróttavöruframleiðandans en það dugði ekki til. Clark fær sinn eigin skó hjá Nike eins og sannri ofurstjörnu sæmir. Tvær aðrar körfuboltakonur eru með sinn eigin skó hjá Nike; Sabrina Ionescu hjá New York Liberty og Elena Delle Donne hjá Washington Mystics. Auk þess að vera að fá samning við Nike er Clark með samninga við Gatorade, State Farm og Panini. Helgina fyrir nýliðavalið kom Clark fram í Saturday Night Live sem sýnir hversu mikil ofurstjarna hún er. Áhorf á nýliðaval WNBA var svo gríðarlegt og treyjur Indiana Fever með nafni hennar ruku út. Hin 22 ára Clark leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Indiana Fever þegar liðið mætir Dallas Wings í æfingaleik föstudaginn 3. maí.
WNBA Tíska og hönnun Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira