Ákvörðun stjórnarflokkanna „alls ekki flókin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. apríl 2024 17:18 Eiríkur Bergmann fór yfir mögulega atburðarás morgundagsins í samtali við fréttastofu. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir aðstæður sem upp eru komnar varðandi forsætisráðuneytið vera mjög óvanalegar. Þó séu fordæmi fyrir því að forsætisráðherra biðji lausnar fyrir sig án þess að biðja lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Hann býst við að niðurstaða muni liggja fyrir áður en Katrín fer á Bessastaði. Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Eðlilegt sé að það taki ríkisstjórnina dálitinn tíma að komast að niðurstöðu en Eiríkur býst við því að þeim takist áður en forsætisráðherra fer á Bessastaði á morgun. „Það mun taka einhver ntíma að ráða ráðum þannig að þessir flokkar þrír geti haldið áfram ríkisstjórnarsamstarfinu og manni heyrist nú að þeir ætli sér að gera það. Það er ekkert óeðlilegt að það taki smátíma að ná lendingu í því. En maður gerir ráð fyrir því að þeir reyni að hafa þetta allt saman klappað og klárt þegar haldið er til Bessastaða á morgun,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Ákvörðunin alls ekki flókin Hann segir að sú ákvörðun sem leiðtogar stjórnarflokkanna standa frammi fyrir í dag sé alls ekki flókin. „Hún kann að vera erfið fyrir einhverja þeirra en hún er ekki flókin. Þannig það þarf ekki neinn langan tíma til að smíða einhvern pólitískan tilbúning heldur liggur það ljóst fyrir hvað þarf að gera og ákvörðunin þess vegna einföld,“ segir Eiríkur. Það sem þarf að liggja fyrir á morgun sé hver muni taka við forsætisráðherrastólnum af Katrínu og svo hvernig skipað verði í aðra stóla. Það liggi þó minna á því. Eiríkur segir eðlilegast að forstöðumaður í einhverjum öðrum ríkisstjórnarflokki taki við forsætisráðherra embættinu en erfitt sé að fullyrða um hver það verði að lokum. Pólitísk staða formannanna sé ekki sú sama. „Ég held að það yrði meiri sátt um Sigurð Inga enda liggur Framsóknarflokkurinn í stjórnmálunum á milli hinna tveggja stjórnarflokkanna. Það yrði ekki alveg sama sátt með Bjarna,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins Eiríkur segir þó að persónulegur metnaður geti alltaf komið til með að fælast fyrir í svona málum. „Það er affarasælast fyrir land og þjóð að þessir stjórnmálaforingjar sem treyst er fyrir völdunum í landinu leysi einfaldlega úr þessu viðfangsefni sem ekki er sérlega flókið og það verði klárað á morgun,“ segir hann. Atburðarás morgundagsins er sú að Katrín mæti til Bessastaða og biðji lausnar. Yfirleitt þegar slíkt gerist biður forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þó séu til fordæmi um forsætisráðherra sem biður lausnar og „bendir á annan ráðherra til að taka við af sér.“ Forseti veiti henni lausn, nýr forsætisráðherra sem hefur meirihluta þings á bak við sig í kjölfar samtals stjórnarflokkanna sé þá skipaður í embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40 Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ríkisstjórnin hafi ekki nema sólarhring til að ráða ráðum sínum Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, er hugsi yfir því að fulltrúar stjórnarflokkanna virðist telja að þeir hafi góðan tíma til að ráða ráðum sínum um áframhald stjórnarsamstarfsins. Stjórnskipaninni samkvæmt hafi þeir ekki nema sólarhringinn til að leysa úr sínum málum. 6. apríl 2024 14:40
Hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið Leiðtogar stjórnarflokkanna hafa síðan í morgun fundað um framtíð ríkisstjórnarinnar. Formaður Flokks fólksins hefur litla trú á að ríkisstjórnin haldi út kjörtímabilið. Hún og fleiri í minnihlutanum geti hugsað sér að styðja ríkisstjórnina til að klára ákveðin mál í gegnum þingið í vor en hún vænti þess að þingkosningar verði í haust. 6. apríl 2024 11:58