Próftökubann og refsingar fyrir svindlara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 12:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur til að ökunemar sem svindla á bílprófinu fái allt að sex mánaða próftökubann að launum. Vísir/Arnar Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum. Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum.
Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira