Próftökubann og refsingar fyrir svindlara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 12:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur til að ökunemar sem svindla á bílprófinu fái allt að sex mánaða próftökubann að launum. Vísir/Arnar Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum. Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Frumvarpinu er aðallega ætlað að bregðast við aukinni umferð smáfarartækja, svo sem rafknúinna hlaupahjóla, og var lagt fram á síðasta þingi en náði ekki fram að ganga. Þar eru lagðar til breytingar á lögunum sem ætlað er að skilgreina smáfarartæki og marka lagaramma utan um þau, svo sem með reglum um lágmarksaldur upp á 13 ár og að óheimilt sé að aka þeim undir áhrifum áfengis. Í frumvarpinu er þó að finna nýmæli frá því það var síðast lagt fram. Þar er lögð til breyting á 58. grein umferðarlaga, þannig að brot á prófreglum í ökuprófi varði brottvísun úr prófi og sviptingar réttinum til að þreyta prófið í allt að sex mánuði. Auk þess gæti slík háttsemi sætt sektum eða refsingu samkvæmt 95. grein laganna. Í frumvarpinu segir þá að öðrum sé óheimilt að aðstoða ökunema við brot á prófreglum og að Samgöngustofa myndi hafa ákvörðunarvald til sviptingu próftökuréttarins. Sektir eða fangelsi Í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins kemur fram að með ákvæðinu sé gert ráð fyrir að Samgöngustofa taki við ákvörðun um sviptingu próftökuréttar mið af alvarleika brots, þeim hagsmunum sem undir eru hverju sinni, þeim varðaðaráhrifum sem viðurlögunum er ætlað að hafa og aðstæðum að öðru leyti. Þá er heimild fyrir ráðherra að mæla fyrir um útfærslu ákvæðisins og viðurlaga samkvæmt því, í reglugerð. „Þá er gert ráð fyrir því að í alvarlegri tilvikum geti beiting viðurlaga skv. 95. gr. einnig komið til skoðunar. Með því verða varnaðaráhrif viðurlaga vegna brota á prófreglum aukin enn frekar svo að draga megi úr umfangi þess en einnig bregðast við þeim tilvikum þegar upp kemst um að ökunemi hafi haft rangt við,“ segir í greinargerðinni. Í 95. grein er kveðið á um að brot gegn ákveðnum ákvæðum umferðarlaga, meðal annars 58. greininni sem fjallar um bílprófið, geti varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Geta svindlað og mætt aftur í næstu viku Í greinargerð með frumvarpinu er brot á prófreglum í ökuprófi sagt alvarlegt vandamál hér á landi, og að Samgöngustofa hafi vakið athygli ráðuneytisins á því, „Engum viðurlögum hefur verið beitt öðrum en brottvísun úr prófi og þeir sem uppvísir verða að broti á prófreglum hafa getað mætt aftur í próf viku síðar. Áhrif þess á umferðaröryggi eru bersýnilega neikvæð þar sem eitthvað hefur verið um slík brot og gera má ráð fyrir því að einhverjir hafi staðist ökupróf sem þeir hefðu annars ekki staðist og því ekki tileinkað sér námsefnið.“ Því þyki nauðsynlegt að bregðast við slíkum brotum, og hæfilegt þyki að í flestum tilfellum verði viðkomandi óheimilt að þreyta prófið um ákveðinn tíma. Þó liggi fyrir að í alvarlegri tilvikum verði hægt að beita alvarlegri viðurlögum.
Alþingi Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Bílpróf Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira