„Við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. mars 2024 22:37 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann öruggan 78-59 sigur á Keflavík í Smáranum í kvöld í Subway-deild kvenna en þetta var í fyrsta sinn sem heimakonum tókst að leggja Keflavík í vetur og jafnframt aðeins þriðja tap Keflavíkur á tímabilinu. Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira