„Við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. mars 2024 22:37 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindavík vann öruggan 78-59 sigur á Keflavík í Smáranum í kvöld í Subway-deild kvenna en þetta var í fyrsta sinn sem heimakonum tókst að leggja Keflavík í vetur og jafnframt aðeins þriðja tap Keflavíkur á tímabilinu. Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur var að vonum stoltur af sínum konum og var tíðrætt um frammistöðu þeirra varnarmegin á vellinum. „Aðallega vörnin fannst mér. Við vorum góðar varnarlega, búnar að breyta aðeins vörninni hjá okkur og það kom mér skemmtilega á óvart hvað við vorum að spila flotta vörn á móti þeim. Ég held að það hafi gert útslagið.“ Birna Benónýsdóttir fór mikinn í upphafi leiks en skoraði svo aðeins fjögur stig eftir að hafa sett tólf í þeim fyrsta. Það var áberandi hvað leikmenn Grindavíkur spiluðu stífa og kæfandi vörn á hana eftir fyrsta leikhlutann. „Birna er náttúrulega bara ótrúlega góður körfuboltamaður og það þarf að passa hana. Við vorum ekki alveg á tánum í upphafi. Svo kom leikhlé og þá minnti ég þær bara á að hún væri búin að skora tólf stig og við þyrftum að gera svo vel að rífa okkur í gang. Vera nær henni og taka henni alvarlega því hún er bara ógeðslega góð og við gerðum það.“ Þorleifur tók undir fullyrðingu blaðamanns að það væri gott að fá á hreint að Keflavíkurliðið væri ekki ósigrandi. En líkt og í viðtalinu fyrir leik rifjaði hann upp „skituna“ hjá Grindavík í bikarnum og þessi leikur hefði verið gott svar við þeirri frammistöðu. „Klárlega sko. Líka bara eftir skituna í bikarnum er þetta rosalega gott fyrir okkur sem lið að sýna bara og sanna fyrir sjálfum okkur að við getum unnið Keflavík. Hvort þær hafi átt einhvern „off“ dag eða hvað, ég veit það ekki. Þær kannski hittu illa. En mér fannst við standa okkur virkilega vel varnarlega og við vorum sterkar á svellinu þegar þær komu og ætluðu að taka bara „Keflavíkurbrjálæði“ á þetta - sem þær eru ógeðslega góðar í.“ „Við mættum því bara mjög vel, vorum að klikka sóknarlega samt sem áður eitthvað en stóðum vörnina og létum það ekki fara í taugarnar á okkur og ég er mjög ánægður með það. Stoltur af þeim“ Eftir að Grindavík byrjaði 2. leikhluta á 18-2 áhlaupi var í raun öll spenna úr leiknum en Þorleifur sagði að hann hefði varla áttað sig á hversu stórt áhlaupið var þegar það átti sér stað. „Ég vissi ekki einu sinni hvað það var mikið. Við vorum bara allt í einu bara komin rosalega hátt upp. Bara stoltur af þeim yfir höfuð. Þetta var virkilega góður leikur og eitthvað sem klárlega hægt er að byggja á en við erum ekkert orðnar Íslandsmeistarar þó svo að við vinnum Keflavík einu sinni.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira