Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 08:44 Steinunn Þóra Árnadóttir hefur tjáð sig um framgöngu Flokks fólksins í málefnum fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum. Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum.
Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir