„Eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 17:00 Inga Sæland var ómyrk í máli um aðgerðaráætlun í þágu fatlaðs fólks. „Innihaldslaust blaður,“ segir hún á meðan ekki sé búið að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Hasar var á Alþingi við umræður um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Þingmanni Vinstri grænna ofbauð framganga Ingu Sæland formanns Flokks fólksins þegar hún tjáði sig um málið. Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni: Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Framkvæmdaáætlunin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag, með þingsályktunartillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Um er að ræða aðgerðir sem eiga að koma ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í framkvæmd. Plagg sem er lögbundið að útbúa á fjögurra ára fresti, og gildir áætlunin fyrir árin 2024-2027. Guðmundur Ingi, sá í Vinstri grænum, mælti fyrir tillögunni.vísir/vilhelm Í kjólinn fyrir jólin Flokkur fólksins hefur lítið gefið fyrir þær aðgerðir sem samþykktar voru og sérstaklega gagnrýnt að sjálfur samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi enn ekki verið lögfestur. „Þetta er í kjólinn fyrir jólin ef maður er búinn að léttast um 40 kíló kannski. En núna, eins og staðan er, þá er verið að byrja á öfugum enda,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í umræðum um tillöguna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson sagði alla þá hagsmunaaðila fatlaðs fólks hafa fengið kaldar kveðjur Flokks fólksins með afstöðu gegn áætluninni. „Það er leitt að sjá að þau skuli ekki sjá fyrir sér að styðja þetta góða mál. Samt sem áður fá þessar sextíu aðgerðir víðtækan pólitískar stuðning og það er jákvætt,“ sagði Guðmundur Ingi. „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ Inga Sæland hóf mál sitt á því að bera af sér sakir um dónaskap og furðulega framgöngu. „Það er verið að byggja á einhverju sem hefur ekki verið leitt í lög. Það er sannfæring Flokks fólksins af öllu hjarta, enda líka eina fatlaða liðið á þinginu, er það ekki, fyrir utan einhvern einn annan einstakling?“ spurði Inga í ræðustól. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur kallaði þá úr þingsal: „Vertu ekki svona ómálefnaleg!“ en Inga hélt áfram og sagði sannfæringu þeirra hjá Flokki fólksins hljóti að mega ráða. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.vísir/vilhelm „Hversu lágt getur fólk lagst?“ sagði Bjarkey síðan á meðan Inga steig úr pontu. Afstaðan vanvirðing Birgir Ármannsson forseti Alþingis áminnti þingmennina um það að gefa þingmönnum tækifæri á að ljúka máli sínu. Sagði hann auk þess að ekki sé gert ráð fyrir því að þingmenn tjái sig efnislega um mál að lokinni lokaatkvæðagreiðslu, líkt og Inga gerði í þessu tilfelli. Guðmundur Ingi Kristinsson gaf lítið fyrir plaggið. vísir/vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins tók einnig til máls: „Ég má hafa þá skoðun sem ég vil hafa, án þess að það sé snúið út úr því að ég sé með einhverjar óeðlilegar hvatir eða fullyrðingar,“ sagði Guðmundur Ingi og beindi orðum sínum til Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur sem hafði áður sagt afstöðu Flokks fólksins vanvirðingu við þá sem framkvæmdaáætlunin á að vernda. Horfa má á umræðurnar hér. Inga Sæland ræddi málið auk þess í Bítinu á Bylgjunni:
Alþingi Málefni fatlaðs fólks Flokkur fólksins Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira