Lið MH leiddi keppnina allt frá hraðaspurningum og tryggði sér sigurinn þegar nokkuð var eftir af stigum í pottinum þegar það komst í stöðuna 32 - 20. Lokatölur voru 32 - 24.
Lið MH skipuðu þau Atli Ársælsson, Hálfdan Árni Jónsson og Una Ragnarsdóttir. Lið MR skipuðu Áslaug Edda Kristjánsdóttir, Davíð Birgisson og Björn Diljan Hálfdánarson.