Hvað á ég að gera? Rannveig Hafsteinsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:00 Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun