„Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 22:48 Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt þó dæmi séu um fólk sem fann ekki fyrir neinum áhrifum. Getty/aðsend Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar. Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar.
Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13