Höfundur sigurlagsins fylgir laginu ekki út í lokakeppnina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. mars 2024 18:36 Ásdís María Viðarsdóttir einn höfunda lagsins segir samvisku sína ekki leyfa sér það. Sunna Ben Ásdís María Viðarsdóttir, einn höfunda sigurlags Söngvakeppninnar Scared of Heights segir að samviska sín leyfi henni ekki að fylgja laginu út í lokakeppnina. Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri. Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Hún hefur ákveðið að slíta á tengsl sín við lagið og fer ekki til Svíþjóðar á lokakeppnina verði ákveðið að senda það þangað út. RÚV greinir frá því að niðurstaða keppninnar hafi setið í henni frá því að úrslitin komu í ljós síðustu helgi. „Ég hef verið mjög skýr í minni afstöðu að það leiki vafi á úrslitunum. Það hafa komið fram réttmætar athugasemdir um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og mér finnst RÚV ekki hafa gefið skýr svör,“ hefur RÚV eftir henni. Vildi að Bashar færi út í staðinn Ásdís hafi viljað að lagið Wild West í flutningi Palestínumannsins Bashars Murad sem laut í lægra haldi í lokaeinvíginu fengi að fara út í lokakeppnina í stað lagsins hennar Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar. Hún hafi lagt til að niðurstaða fyrri umferðarinnar, þar sem Bashar hlaut langflest atkvæða, yrði látin standa og að í staðinn fengi Hera kannski að fara á næsta ári en þeirri hugmynd hafnaði Ríkisútvarpið. Ásdís segir jafnframt þá sem komu að Söngvakeppninni hafa fullvissað sig um að hún yrði ekki sett í þá stöðu sem hún finnur sig í núna. „Ég upplifi mig í ömurlegri stöðu, en samt er ég stolt af Heru og hennar óaðfinnanlegu frammistöðu. Það er fullt af fólki sem lagði allt sitt í að gera atriðið eins gott og raunin var. Ég geri þetta í fullum kærleik og virðingu við Heru og öll hin,“ hefur RÚV eftir henni. Fá að taka þátt með breyttum texta Þátttaka Ísraels í Eurovision þykir mörgum skjóta skökku við vegna látlausra átaka á Gasasvæðinu þar sem meira en þrjátíu þúsund Palestínubúar hafa látið lífið. Ísraelar fengu að taka þátt með því skilyrði að texta lagsins sem Ísraelar munu senda í lokakeppnina October Rain í flutningi Eden Golan yrði breytt. Lagið virtist mörgum fjalla um árás Hamas á Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn. Stjórnendum Eurovision er heimilt að útiloka keppendur ef þeir þykja hafa brotið gegn reglum keppninnar gegn pólitískum áróðri.
Eurovision Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40 Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Jóhanna Guðrún vill útrýma einvíginu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það. 8. mars 2024 11:40
Enn algjör óvissa um hvort Hera stígi á svið í Malmö Ríkisútvarpið hefur það enn til skoðunar hvort Ísland taki þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Frestur til þess að skila inn gögnum og þar með skráningu í keppnina rennur út eftir fjóra daga, þann 11. mars. 7. mars 2024 09:56