Harkalegt kynlíf? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. mars 2024 07:01 Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar