Harkalegt kynlíf? Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. mars 2024 07:01 Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Er harkalegt kynlíf ásættanleg málsvörn? Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi. Mig langar að staldra aðeins við orðasambandið harkalegt kynlíf sem um allan heim verður æ algengari málsvörn í grófum kynferðisofbeldismálum. Þessari málsvörn er til að mynda beitt þegar konan hefur látist í kynferðislegum samskiptum og sá sem ákærður er fyrir að bana henni er einn til frásagnar um atvik. Þetta minnir á þegar klæðaburði kvenna eða vímuástandi er kennt um það ofbeldi sem þær eru beittar sem firrir þá gerandann ábyrgð á gjörðum sínum. Hér skal tekið skýrt fram að enginn getur metið eða dæmt hvernig fólk kýs að haga sínu kynlífi. En ef hugtakið “harkalegt kynlíf“ á að vega þyngra fyrir dómstólum en áverkar og lífshætta þá er kominn tími til að löggjafinn spyrji sig nokkurra spurninga: Hvað nákvæmlega felst í skilgreiningunni harkalegt kynlíf? Hvar samkvæmt löggjafanum annars vegar og dómstóla hinsvegar liggja skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis? Hvenær er maður ábyrgur gjörða sinna? Dæmi eru um að ökumaður sem ekur of hratt eða undir áhrifum beri samkvæmt lögum ábyrgð á lífi og limum farþega sinna. Hver er ábyrgð þess sem veitir öðrum hættulega áverka undir kynferðislegum formerkjum, jafnvel þó ekki sé sannað að um nauðgun sé að ræða? Eru einhver takmörk fyrir þeim áverkum sem refsilaust má valda ef samskiptin eru kölluð „harkalegt kynlíf“? Hvað þýðir eiginlega „harkalegt kynlíf“? Í leit minni að lagalegri skilgreiningu á hugtakinu lagði ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi notkun á orðunum „harkalegt kynlíf“ í dómaframkvæmd hér á landi og spurði hvaða hlutlægu viðmið dómsráðherra teldi liggja að baki þeim orðum og hvaða áverka mætti rekja til þess athæfis sem þau lýsa. Jafnframt spurði ég hvar skilin milli harkalegs kynlífs og nauðgunar eða annars ofbeldis liggja samkvæmt gildandi löggjöf. Svar barst frá dómsmálaráðuneytinu í gær. Svohljóðandi: „Túlkun á þeim hugtökum og þau viðmið sem fyrirspurnin að þessu leyti lýtur að er á forræði dómstóla að dæma um með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig, svo og ákæruvalds, þegar mat er lagt á hvort ákæra skuli fyrir háttsemi sem til álita kemur að verði talin refsiverð í skilningi almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.“ Með hliðsjón af atvikum í hverju máli fyrir sig. Það hvað er talið „harkalegt kynlíf“ en ekki gróft ofbeldi, svo sem eins og þegar konu blæðir næstum út vegna rifinnar slagæðar í leggöngum, þegar kona leitar á neyðarmóttöku með fjölþætta áverka, marbletti, bitför og fingraför á hálsi eftir kyrkingartak, þegar kona sem kærir nauðgun telur meðal annars til áverka tognun í mjöðmum þannig að hún þarf margra mánaða sjúkraþjálfun til að ganga án sársauka á ný, þessir áverkar eru lagðir í mat dómara sem getur ákveðið að trúa sakborningi sem heldur því einhliða fram að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað heldur hafi verið um „harkalegt kynlíf“ að ræða. Þetta gengur ekki upp! Bara alls ekki! Ef að nota á þetta hugtak sem málsvörn í kynferðisbrotamálum er lágmark að lögformleg skilgreining á harkalegu kynlífi sé skýr af hendi löggjafans. Á meðan slík skilgreining liggur ekki fyrir eru þolendur kynferðisofbeldis óvarðir í kerfinu, háðir einstaklingsbundum hugmyndum þeirra sem með mál þeirra fara um hvað sé ofbeldi og hvað ekki, hvað sé gróf nauðgun og hvað sé „bara“ harkalegt kynlíf. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar