Er menntakerfið okkar sprungið? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2024 08:01 Í síðustu viku heimsótti þingflokkur Viðreisnar grunnskóla og framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Að auki áttum við frábæran fund með fulltrúum allra fagstétta innan Kennarasambandsins. Tónninn var þungur. Allar fagstéttir voru sammála um að ekki væri hægt að halda sama þrýstingi áfram á kerfinu án raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Hvert sem við fórum var fagmennskan í fyrirrúmi, enda eru kennarar og skólastjórnendur sérfræðingar í því að hlaupa hratt og bregðast við hinum ýmsu áskorunum. Oftar en ekki án mikils fjármagns. Útsjónarsemin er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ég hef fylgst grannt með málaflokknum í áratugi og átt ótal fundi í gegnum tíðina. Sumir þeirra voru ekki einfaldir. En það sló mig að finna þann tón sem mætti okkur í vikunni. Ég skynjaði mun meira álag en áður og ákveðna þreytu. Þreytu á andvaraleysi stjórnvalda og skilningsleysi þeirra á stöðunni. Nýjar áskoranir án fjármagns Á öllum okkar fundum var talað um hópastærðir. Það er alveg ljóst að á flestum þeim stöðum sem við heimsóttum voru skólarnir yfirfullir. Því fylgir gríðarlegt álag að reyna að finna út úr því hvernig koma eigi öllum nemendum fyrir svo sómi sé af. Hvað þá að mæta ólíkum þörfum þeirra. „Kerfið er sprungið“ sagði einn kennarinn brúnaþungur. Í einum skólanum sem við heimsóttum voru mest 32 nemendur í einni stofu og einn kennari. Enginn hópur var undir 24 nemendum. Það sjá það allir að þetta er með öllu óviðunandi bæði fyrir nemendurna en ekki síður fyrir kennarann. Það virðist vera rík hefð fyrir því hjá stjórnvöldum að henda nýjum verkefnum í skólana – án þess að þeim fylgi fjármagn eða annar stuðningur. Það var einnig dregið fram í heimsóknum okkar að það vantaði verulega upp á að aðlaga námskrá að skýrum markmiðum. Og svo var talað um þörfina á miklu meiri og betri námsgögnum. Framlög til námsgagna á grunnskólastigi hafa nokkurn veginn staðið í stað frá árinu 2008, þrátt fyrir fjölbreyttari áskoranir skólasamfélagsins en áður. Svo dæmi séu nefnd. En þögnin hjá ríkisstjórninni hefur verið ærandi, nema þegar niðurstöður Pisa birtast á þriggja ára fresti. Svo gerist lítið í millitíðinni. Breytt samfélagsgerð hefur áhrif Breytt samfélagsgerð spilar að sjálfsögðu einnig inn í þessa mynd. Óljós atvinnustefna stjórnvalda felur í sér að sækja hingað til lands stóran hóp erlends vinnuafls. Því fylgja áskoranir sem stjórnvöld hafa ekki verið mjög meðvituð um. Börn þessara mikilvægu starfskrafta fylgja gjarnan með og þá reynir á að tryggja að kerfin séu í stakk búin til að grípa þau og mæta þeirra þörfum. Það kostar auðvitað bæði fjármagn en ekki síst tíma fyrir fagfólkið í kerfunum að sinna þeim vel. Íslenskan er auðvitað grunnurinn, hún er algjör lykill að samhentu samfélagi. Þar hljótum við að líta meðal annars til Danmerkur og skoða móttökuskóla. En það hefur ekki verið gert. Hvert sem við fórum var umræðan sú um að engir raunverulegir fjármunir hafi fylgt þeim þrýstingi á kerfið sem byggst hefur upp síðastliðin sex ár. Það er augljóst að til lengri tíma gengur slíkt ekki upp. Það er staða sem er alfarið á ábyrgð stjórnvalda sem vanrækt hafa kerfin í breyttri samfélagsgerð. Nú eru kennarar farnir að segja hingað og ekki lengra – og margir hverjir hreinlega gefast upp og leita á önnur mið. Það er alvarleg staða sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við strax. Grunnkerfin okkar verða að tala saman. Atvinnustefna stjórnvalda verður að ríma við menntakerfið. Þekking er undirstaða skapandi hugsunar og grundvöllur hvers samfélags. Þetta snýst um forgangsröðun fjármuna, verkefna og heildarsýn. Þetta snýst ekki um það að gera það fólk, sem hingað kemur til að sinna mikilvægum störfum, að blórabögglum. Við sem samfélag gætum ekki án þeirra verið. Hvort sem litið er til byggingargeirans, heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar eða ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur og lífsgæði munu ekki aukast nema með þeim. Ekki án þeirra. En með því horfast ekki í augu við þann raunveruleika sem kennarar í skólum landsins eru að lýsa, erum við að fjarlægast hugmyndafræði okkar um samfélag jafnra tækifæra. Sú hugmyndafræði stendur og fellur með menntakerfinu. Ef við sinnum þessu ekki er stutt í heimatilbúna stéttaskiptingu og jaðarsetningu fólks. Það bitnar á okkur öllum. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Viðreisn Alþingi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku heimsótti þingflokkur Viðreisnar grunnskóla og framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Suðurnesjum. Að auki áttum við frábæran fund með fulltrúum allra fagstétta innan Kennarasambandsins. Tónninn var þungur. Allar fagstéttir voru sammála um að ekki væri hægt að halda sama þrýstingi áfram á kerfinu án raunverulegra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Hvert sem við fórum var fagmennskan í fyrirrúmi, enda eru kennarar og skólastjórnendur sérfræðingar í því að hlaupa hratt og bregðast við hinum ýmsu áskorunum. Oftar en ekki án mikils fjármagns. Útsjónarsemin er rannsóknarefni út af fyrir sig. Ég hef fylgst grannt með málaflokknum í áratugi og átt ótal fundi í gegnum tíðina. Sumir þeirra voru ekki einfaldir. En það sló mig að finna þann tón sem mætti okkur í vikunni. Ég skynjaði mun meira álag en áður og ákveðna þreytu. Þreytu á andvaraleysi stjórnvalda og skilningsleysi þeirra á stöðunni. Nýjar áskoranir án fjármagns Á öllum okkar fundum var talað um hópastærðir. Það er alveg ljóst að á flestum þeim stöðum sem við heimsóttum voru skólarnir yfirfullir. Því fylgir gríðarlegt álag að reyna að finna út úr því hvernig koma eigi öllum nemendum fyrir svo sómi sé af. Hvað þá að mæta ólíkum þörfum þeirra. „Kerfið er sprungið“ sagði einn kennarinn brúnaþungur. Í einum skólanum sem við heimsóttum voru mest 32 nemendur í einni stofu og einn kennari. Enginn hópur var undir 24 nemendum. Það sjá það allir að þetta er með öllu óviðunandi bæði fyrir nemendurna en ekki síður fyrir kennarann. Það virðist vera rík hefð fyrir því hjá stjórnvöldum að henda nýjum verkefnum í skólana – án þess að þeim fylgi fjármagn eða annar stuðningur. Það var einnig dregið fram í heimsóknum okkar að það vantaði verulega upp á að aðlaga námskrá að skýrum markmiðum. Og svo var talað um þörfina á miklu meiri og betri námsgögnum. Framlög til námsgagna á grunnskólastigi hafa nokkurn veginn staðið í stað frá árinu 2008, þrátt fyrir fjölbreyttari áskoranir skólasamfélagsins en áður. Svo dæmi séu nefnd. En þögnin hjá ríkisstjórninni hefur verið ærandi, nema þegar niðurstöður Pisa birtast á þriggja ára fresti. Svo gerist lítið í millitíðinni. Breytt samfélagsgerð hefur áhrif Breytt samfélagsgerð spilar að sjálfsögðu einnig inn í þessa mynd. Óljós atvinnustefna stjórnvalda felur í sér að sækja hingað til lands stóran hóp erlends vinnuafls. Því fylgja áskoranir sem stjórnvöld hafa ekki verið mjög meðvituð um. Börn þessara mikilvægu starfskrafta fylgja gjarnan með og þá reynir á að tryggja að kerfin séu í stakk búin til að grípa þau og mæta þeirra þörfum. Það kostar auðvitað bæði fjármagn en ekki síst tíma fyrir fagfólkið í kerfunum að sinna þeim vel. Íslenskan er auðvitað grunnurinn, hún er algjör lykill að samhentu samfélagi. Þar hljótum við að líta meðal annars til Danmerkur og skoða móttökuskóla. En það hefur ekki verið gert. Hvert sem við fórum var umræðan sú um að engir raunverulegir fjármunir hafi fylgt þeim þrýstingi á kerfið sem byggst hefur upp síðastliðin sex ár. Það er augljóst að til lengri tíma gengur slíkt ekki upp. Það er staða sem er alfarið á ábyrgð stjórnvalda sem vanrækt hafa kerfin í breyttri samfélagsgerð. Nú eru kennarar farnir að segja hingað og ekki lengra – og margir hverjir hreinlega gefast upp og leita á önnur mið. Það er alvarleg staða sem við verðum að horfast í augu við og bregðast við strax. Grunnkerfin okkar verða að tala saman. Atvinnustefna stjórnvalda verður að ríma við menntakerfið. Þekking er undirstaða skapandi hugsunar og grundvöllur hvers samfélags. Þetta snýst um forgangsröðun fjármuna, verkefna og heildarsýn. Þetta snýst ekki um það að gera það fólk, sem hingað kemur til að sinna mikilvægum störfum, að blórabögglum. Við sem samfélag gætum ekki án þeirra verið. Hvort sem litið er til byggingargeirans, heilbrigðiskerfisins, nýsköpunar eða ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur og lífsgæði munu ekki aukast nema með þeim. Ekki án þeirra. En með því horfast ekki í augu við þann raunveruleika sem kennarar í skólum landsins eru að lýsa, erum við að fjarlægast hugmyndafræði okkar um samfélag jafnra tækifæra. Sú hugmyndafræði stendur og fellur með menntakerfinu. Ef við sinnum þessu ekki er stutt í heimatilbúna stéttaskiptingu og jaðarsetningu fólks. Það bitnar á okkur öllum. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar