Vorboðinn ljúfi Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 2. mars 2024 07:01 Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Eurovision Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Skoðun Skoðun Að lesa Biblíuna eins og Njálu Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Þora ekki í skólann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Græn borg Auður Elva Kjartansdóttir skrifar Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Hvað er það sem gleður okkur á hverju ári þegar sólin fer að láta sjá sig og birtan sigrar myrkrið hægt og hljótt? Við sjáum bleikan bjarma í austri og minnkandi tungl í vestri er við ökum til vinnu að morgni. Það er svo miklu léttara að fara framúr þegar fuglasöngurinn í garðinum vekur okkur en kötturinn verður órólegur. Við fögnum komandi vori og betri tíð með útiveru og gleði. Síðan í minni bernsku hefur söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verið einn af þessum vorboðum. Þau voru ekkert smá flott með axlarpúðana 1986 þegar ég var á mínum menntaskólaárunum og Gleðibankinn sló í gegn. Við vorum að fara að vinna þetta eins og ávallt. Síðan eru liðin mörg ár og margar ballöðurnar komið sem ungir sem aldnir hafa dillað sér við og sungið með lagvissir og hinir líka. Nýjar poppstjörnur hafa stigið sín fyrstu skref og skapandi tónsmíðar hljómað í eyrum okkar, sem ennþá eru elskuð af þjóðinni. Allir hafa skoðun á laginu, er það stolið eða líkt einhverju eldra lagi ? Er flytjandinn rétt klæddur og getur hann sungið þetta nógu vel ? Mun þetta virka á stóra sviðinu í Evrópu ? Við höfum komist mjög nálægt því að vinna og átt frábæra flytjendur og atriði okkar vakið athygli sem ennþá lifa að minnsta kosti með okkur Íslendingum. Við höfum líka stundum fengið ósanngjarna útreið og þurft að kyngja áliti Evrópubúa á okkar frumlega framleggi sem við töldum best. Nú er sú helgi runnnin upp þegar við veljum okkar framlag til söngvakeppninnar. Við höldum Eurovision partý og kjósum okkar bestu fulltrúa. Við kjósum það lag sem er grípandi og við dillum okkur við. Lag sem mun lifa með þjóðinni og við munum syngja með í brekkunni á Þjóðahàtíð, allir sem einn. Það er dýrmætt að finna að vorið er handan við hornið og daginn er tekinn að lengja. Þrátt fyrir ýmsar ógnvænlegar staðreyndir eins og að sjöunda gosið sé í vændum á Suðurnesjum sem enn á ný ógnar innviðum. Samningar ekki alveg undirritaðir því sumir forkólfar þar geta aldrei gengið í takt og ennþá erum við að misþyrma hryssum landsins með blóðtöku og svo mætti lengi telja. Þá höldum við söngvakeppni sem vonandi sameinar aldna sem unga. Veljum flottasta og frambærilegasta atriðið og höfum gaman. Veljum lag sem við fílum í botn og fögnum vorinu þó margt mætti vera öðruvísi á okkar eldfjalla eyju og í heiminum öllum. Við þurfum sem þjóð svo mikið á svona stundum að halda eins og söngvakeppnin er. Njótið og kjósið besta lagið ykkar en látum ekki pólitík skemma þessa keppni okkar. Góða skemmtun, áfram Ísland ! Höfundur er læknir.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar