Við erum að kalla þig út, kall! Hlíf Steingrímsdóttir skrifar 1. mars 2024 09:31 Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn. Krabbamein eru gríðarleg áskorun, fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt. Því miður bendir allt til þess að áskorunin stækki stöðugt á næstu árum. Brýnt er að gera allt sem hægt er til að sporna við því. Í dag er staðan þannig að þriðji hver karlmaður getur vænst þess að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Því viljum við breyta. Samkvæmt upplýsingum úr krabbameinsskrá greindust að meðaltali 937 karlmenn með krabbamein á árunum frá 2018 til 2022 og á sama tímabili létust að meðaltali 325 karlmenn á ári úr krabbameinum. Góðu fréttirnar eru að þrátt fyrir að við missum allt of marga úr krabbameinum, fjölgar lifendum stöðugt, þeim sem lifa ýmist læknaðir eða með krabbamein sem langvinnan sjúkdóm vegna framfara í greiningu og meðferð krabbameina. Í lok ársins 2022 voru á lífi 7.907 karlar sem höfðu fengið krabbamein. Mest um vert er að geta komið í veg fyrir krabbamein Við fögnum framförum í greiningu og meðferð en best er auðvitað ef hægt er að koma í veg fyrir krabbamein. Vísindin vísa okkur leiðina og rannsóknir sýna að 30 til 40% krabbameina tengjast lífsstíl. Það þýðir að ýmsar lífsvenjur, t.d. tóbaksnotkun, áfengisneysla, hreyfingarleysi, mataræði og fleiri þættir geta haft áhrif á líkurnar á ákveðnum tegundum krabbameina. Þar má nefna krabbamein í ristli, brjóstum, vélinda, lungum og sortuæxli. Sumar tegundir krabbameina hafa þó ekki verið tengdar lífsstíl. Við getum hvert og eitt gert ýmislegt til að draga úr hættu á að fá krabbamein eins og að: Reykja hvorki né nota tóbak Hreyfa okkur reglulega Sleppa eða draga úr áfengisneyslu Huga að heilsusamlegu mataræði Stefna að hæfilegri líkamsþyngd Vernda okkur gegn geislum sólar og nota ekki ljósabekki Fleira þarf að koma til ef árangur á að nást og og afar mikilvægt er að stjórnvöld axli sína ábyrgð og miði sínar ákvarðanir og aðgerðir markvisst að því að sem auðveldast sé fyrir fólk að lifa heilsusamlegum lífsstíl. Það snýr til dæmis að skattlagningu á matvæli, aðgengi að fjölbreyttri hreyfingu og aðgengi að vörum sem auka líkur á krabbameinum. Af hverju sérstök áhersla á hreyfingu – hreyfa karlar sig ekki nóg? Ástæðan er einföld. Hreyfing er líklega ein aðgengilegasta forvörnin og hún þarf ekki að vera mikil. Rannsóknir sýna að með reglulegri hreyfingu drögum við úr líkum á krabbameini í ristli og endaþarmi en hreyfing á líka óbeinan þátt í að draga úr hættu á fjölda annarra krabbameina, sérstaklega með því að hafa áhrif á líkamsþyngd. Markmiðið með Kallaútkallinu er að hvetja karlmenn í landinu til að hreyfa sig meira, bæði til að draga úr krabbameinsáhættu og sér til almennrar heilsubótar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis hreyfir fjórðungur landsmanna sig rösklega í minna en klukkustund á viku. Þar er auðvelt að bæta úr, það þarf ekki svo mikið til. Heilsusamlegur lífsstíll er því miður ekki trygging gegn krabbameinum. Ef fólk veikist er hins vegar kostur að hafa hreyft sig reglulega og halda því áfram í og eftir meðferð enda sýna rannsóknir að þeim vegnar almennt betur en þeim sem hreyfa sig lítið eða ekkert. Fyrir hverju er verið að safna? Spár benda til að krabbameinstilvikum fjölgi um rúm 50% fram til ársins 2040 og samhliða fjölgi lifendum um allt að 10.000. Fyrir vikið er starf Krabbameinsfélagsins mikilvægara en nokkru sinni. Félagið lætur sig allt varða tengt krabbameinum og beitir sér í forvörnum, hagsmunagæslu, fræðslu, krabbameinsrannsóknum og ráðgjöf og stuðningi við sjúklinga. Allt starf félagsins er rekið fyrir sjálfsaflafé. Þar spilar Mottumars stórt hlutverk. Við þökkum þér fyrirfram fyrir stuðninginn! Saman náum við enn betri árangri í baráttunni. Með kaupum á gullfallegum Mottumarssokkum úr smiðju As We Grow, skeggsöfnun, þátttöku í viðburðum og með því að hreyfa þig leggur þú þitt af mörkum. Komdu með í Kallaútkall! Höfundur er formaður Krabbameinsfélags Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun