„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. mars 2024 07:30 Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hann hefur verið á fullu síðan hann tók við starfinu. Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. „Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira
„Þessi skrifstofa er svona eins og þriggja herbergja íbúð. Maður svona reynir oft að skipta um stóla. Þetta er ágætis staður til að funda á, en já hún er stór,“ segir Þorvaldur léttur þegar rætt var við hann á Laugardalsvelli í gær. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu daga. Ég byrjaði eiginlega bara strax á sunnudeginum að hitta landsliðsþjálfara karla og landsliðsþjálfara kvenna. Svo gekk hver fundurinn á fætur öðrum á mánudeginum.“ Það kom mögulega einhverjum á óvart að Þorvaldur skyldi hafa betur í baráttunni við Guðna Bergsson og Vigni Má Þormóðsson. Í Pallborðinu á Vísi á fimmtudaginn var birt skoðanakönnun þar sem aðildarfélög KSÍ höfðu valið sinn mann. Þátttakan var 40% en þá var Þorvaldur aðeins með sjö prósent stuðning. „Ég veit ekki hvort ég eigi að segja að ég hafi haft áhyggjur af þessu, þetta var svolítið sérstök skoðanakönnun. Eins og við vitum í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af. En já mínir mótframbjóðendur vorum með gott fylgi á þessum tíma en það þurfti samt að kjósa á laugardeginum. Skoðunarkönnunin var því kannski ekki rétt eftir á að hyggja en það er gaman að hafa svona kannanir.“ Hann segist samt sem áður hafa viljað halda áfram sama plani. „Ég vildi vera samkvæmur sjálfum mér allan tímann og halda áfram og gera eins allan tímann. Þarna voru tveir dagar eftir og þá gerist margt. Það var greinilega að það voru mörg lið óákveðin á þessum tímapunkti“ Þorvaldur hélt ræðu á ársþinginu sem virðist hafa heillað fólk í salnum. „Þessi ræða var skrifuð í vikunni og ég og konan mín fórum yfir punktana og fórum yfir þessa ræðu og hjálpuðumst að með þessa ræðu. Þeir punktar sem við vildum koma á framfæri voru í ræðunni, punktar sem voru í gegnum mína kosningabaráttu. En fólk þurfti að sjá mig á staðnum, hvernig ég er auglitis til auglitis.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Sjá meira