Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Síerra Leóne. Það var einn kyrrlátan sunnudagsmorgun í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum sem þau hjónin Regína Bjarnadóttir og Henry Alexender Henrysson sátu og lásu blöðin. Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira