Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 13:33 James Pickens Jr. leikur Dr. Richard Webber í Grey's Anatomy. Getty Leikarinn James Picken Jr., sem er best þekktur fyrir leik sinn í þáttaröðinni Grey's Anatomy, er með krabbamein. Hann segir greininguna ekki hafa komið á óvart. „Þetta eru ekki fréttir sem enginn vill heyra, en í fullri hreinskilni, er blöðruhálskrabbamein í fjölskyldunni minni. Faðir minn var með það. Hann átti nokkra bræður og margir þeirra voru með slíkt krabbamein. Það hefði komið á óvart ef ég hefði ekki fengið það,“ segir Pickens í viðtali við Black Health Matters. Hann tekur fram að enginn þeirra lést vegna meinsins. Þá sé ekki um alvarlegt krabbamein að ræða hjá honum sjálfum, aðallega þar sem hann greindist fljótt. Pickens hefur þegar gengist undir skurðaðgerð til að fjarlægja æxlið. Hann segist þakklátur fyrir að hafa farið í reglulegar læknisheimsóknir til að fylgjast með heilsu sinni. Leikarinn segir sögu sína núna í þeirri von um að hvetja bandaríkjamenn af afrískum ættum til að vera duglegri að leita til læknis. Þeir séu taldir ólíklegri til að leita til læknis. Pickens hefur leikið hlutverk Dr. Richard Webber í þáttaröðinni Grey's Anatomy frá upphafi en fyrsta þáttaröðin kom út árið 2005. Hann er einn fárra sem léku í fyrstu þáttaröðinni og eru enn að leika í þáttunum. Hér er höskuldarviðvörun fyrir dygga aðdáendur Grey's Anatomy en hér eftir koma fram vendingar úr þáttaröð 22. Pickens ræddi við tímaritið í kjölfar þrettánda þáttar 22. þáttaráðar þar sem kemur í ljós að Dr. Webber er með krabbamein. Með því vildi hann hvetja sérstaklega bandaríska menn af afrískum uppruna til að vera duglegri að leita til læknis. „Einn af hverjum átta greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fyrir svarta karlmenn eru líkurnar enn hærri. Sem betur fer er krabbameinið mjög meðhöndlanlegt en snemmgreining er lykilatriði og stundum eru engin áberandi einkenni,“ segir hann. Hollywood Krabbamein Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira
„Þetta eru ekki fréttir sem enginn vill heyra, en í fullri hreinskilni, er blöðruhálskrabbamein í fjölskyldunni minni. Faðir minn var með það. Hann átti nokkra bræður og margir þeirra voru með slíkt krabbamein. Það hefði komið á óvart ef ég hefði ekki fengið það,“ segir Pickens í viðtali við Black Health Matters. Hann tekur fram að enginn þeirra lést vegna meinsins. Þá sé ekki um alvarlegt krabbamein að ræða hjá honum sjálfum, aðallega þar sem hann greindist fljótt. Pickens hefur þegar gengist undir skurðaðgerð til að fjarlægja æxlið. Hann segist þakklátur fyrir að hafa farið í reglulegar læknisheimsóknir til að fylgjast með heilsu sinni. Leikarinn segir sögu sína núna í þeirri von um að hvetja bandaríkjamenn af afrískum ættum til að vera duglegri að leita til læknis. Þeir séu taldir ólíklegri til að leita til læknis. Pickens hefur leikið hlutverk Dr. Richard Webber í þáttaröðinni Grey's Anatomy frá upphafi en fyrsta þáttaröðin kom út árið 2005. Hann er einn fárra sem léku í fyrstu þáttaröðinni og eru enn að leika í þáttunum. Hér er höskuldarviðvörun fyrir dygga aðdáendur Grey's Anatomy en hér eftir koma fram vendingar úr þáttaröð 22. Pickens ræddi við tímaritið í kjölfar þrettánda þáttar 22. þáttaráðar þar sem kemur í ljós að Dr. Webber er með krabbamein. Með því vildi hann hvetja sérstaklega bandaríska menn af afrískum uppruna til að vera duglegri að leita til læknis. „Einn af hverjum átta greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fyrir svarta karlmenn eru líkurnar enn hærri. Sem betur fer er krabbameinið mjög meðhöndlanlegt en snemmgreining er lykilatriði og stundum eru engin áberandi einkenni,“ segir hann.
Hollywood Krabbamein Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fleiri fréttir Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjá meira